16.7.2012 | 23:56
Einskis nýt frétt.
Hvað var selt?
Hvert var fermetraverðið?
Hefur það hækkað eða lækkað?
Er aukning í sölu sérbýlis í fermetrum eða minnkun?
Eru skiptisamningar uppistaðan, eða er um hreina sölu að ræða?
Ef ekki, hvert er hlutfallið?
Þó svo tekið sé fram í fréttinni um hve marga samninga um íbúðir eða atvinnuhúsnæði var um að ræða, er fréttin engin frétt, heldur upptalning og í hana þarf ekki blaðamenn, heldur metnaðarlitla "endurtakara".
Hvurs konar eiginlega fréttamennska er þetta?
Trúi því trauðla að hægt sé að svæfa þjóðina aftur með talnaflaumi, sem ekkert segir.
Geri þá kröfu hins vegar, að fréttamiðlar landsins detti ekki aftur í dáleiðslugírinn og prenti opinmynntir og fullir aðdáunar, allt sem fyrir þá er lagt. Þann aumingjaskap í fréttamennsku, er alveg nóg að upplifa einu sinni. Fréttafnykur af fjármálamarkaði hérlendis, þessa dagana, bendir hins vegar til þess að þeir sem telja sig "ráða" umræðunni, séu komnir í gírinn á ný.
Góðar stundir.
91 fasteign seld á 2,7 milljarða | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:58 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.