16.7.2012 | 23:27
Ein af hetjunum.
Margrét Pála er ein af þessum yndislegu hetjum sem við eigum. Vildi óska að hún hefði verið ráðherra menntamála á Íslandi síðastliðin tuttugu ár, með algert einræði yfir öllu er héti menntun yngstu kynslóðarinnar, óháð sitjandi ríkisstjórnum. Barasta alger einvaldur í í sínum flokki.
Margrét Pála er að mínu mati ein af þessum mannbætandi manneskjum, sem þrátt fyrir mótbyr á köflum, heldur dampi og missir aldrei sjónar á markmiðum sínum. Austurland verður "pís of cake" fyrir mannesjku eins og hana.
Til hamingju Vestfirðingar!
Góðar stundir.
Austurland hlýtur að vera næst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 17.7.2012 kl. 00:00 | Facebook
Athugasemdir
Já, þarna græddu börn Tálknfjarðar ómetanlegan lottóvinning. Magga Pála er ómetanlegur barnakennara-vinur.
Þeir verða að skerpa sig sem stjórna opinbera skólakerfinu, til að ná einhverjum mennskum og siðmenntuðum árangri í þágu barnanna.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 16.7.2012 kl. 23:55
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.