Fimm stjörnu Vesalingarnir!

Það verður ekki annað sagt um söngleik Þjóðleikshússins Vesalingana, en að hér hlýtur að vera á ferðinni eitt glæsilegasta verk sem nokkru sinni hefur verið sett á fjalirnar á Íslandi. Söngurinn, tónlistin, að ógleymdri sviðsmyndinni! Maður lifandi! Stórkostleg sýning og ekki laust við að maður fyllist stolti, auk hinnar miklu ánægju af að sjá verkið. Þvílíkt og annað eins! Hvet alla til að láta verða af því að sjá þetta stórbrotna meistaraverk. Það verður enginn svikinn af því. Til hamingju, allir þeir sem standa að Vesalingunum.

Góðar stundir. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Já... ég held þetta sé eitthvað sem ég verð að sjá!

Hrönn Sigurðardóttir, 18.6.2012 kl. 02:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband