13.6.2012 | 03:09
"Þistilfjarðarkúvendingurinn."
"
"Annars er lærdómurinn einfaldur og hægt að setja hann fram á mannamáli. Menn geta ekki eytt meira en þeir afla, óháð mynt. Ef þú gerir það kemur það í bakið á þér og skiptir ekki máli hvort það er í dollar, evru eða krónum".
sagði Steingrímur.
Þetta er maðurinn og kosningasvikarinn Steingrímur J. Sigfússon sem hér talar. Hann sótti örvæntingafullur umboð sitt til kjósenda íslenska lýðveldisins í Alþingiskosningum vorið 2009, eftir áratuga höfnun kjósenda. Umboðið sem hann fór fram á að fá hjá kjósendum landsins var að vera alger ESB andstaða við allt það sem hann er og hefur verið að gera og er að pína aðra til að gera sem umboðslausir fulltrúar kjósenda sem veittu honum heldur ekki neitt slíkt umboð. Umboðið sem hann aflaði sér sveik hann út úr kjósendum. Það er öllum ljóst.
Hann eyddi ekki bara öllu því sem hann aflaði sér, heldur eyddi hann einnig því sem hann aflaði sér ekki. Pólitískur plattsmiður sem tekur atkvæði og selur þau til að snúa þeim upp í andhverfu sína. Þessi maður og flokkur hans hefðu annars ekki komist til valda. Hefðu ekki fengið svona mörg atkvæði nema með þeim loforðum sem gefin voru til þess aðeins að svíkja þau.
Þessi maður situr nú eins og elítær klessa ofan á kjósendum á miklum fullum launum við að svíkja allt og meira en það sem hann hafði aldrei fengið umboð til. Það eru svona menn sem rústa lýðræði, eyðileggja lönd og sundra þjóðum. Þetta er Evrópumaðurinn hinn margfaldi. Kosningasvikarinn og líklega huglausastur maður íslenskra stjórnmála nokkru sinni; Hinn gamli fulltrúi Sovétríkja og hinn nýji fulltrúi Evróputortímingarsambandsins. Tvífarinn Steingímur J. Sigfússon sem nú predikar brussleska þvælu í þingsal við Austurvöll. Styrktarfélagi vangefins Evrópusambands.
Hvaðan kemur þessi stjórnlausa pólitíska græðgi? Hversu ömurlegra getur þetta orðið, ég spyr.
Mig langar að gráta."
Geri þessi orð Gunnars Rögnvaldssonar að mínum og óska þjóðnni góðra stunda, hér eftir sem hingað til.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 04:35 | Facebook
Athugasemdir
Orð í tíma töluð og sannleikanum samkvæm.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 12:56
Ekki gráta - hann er ekki þess virði.
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 17:11
Obb Obb Hrönn tár eru græðandi efni. Það er hreinsandi fyrir sálina að gráta
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 19:44
Ég grenja bara úr frekju - ég er ekki viss um að þau tár séu hreinsandi....
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 22:12
Hahahahaha Ef frekjan á ekki að safnast fyrir í skrokknum, er eins gott að koma henni burt með tárum....
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 22:23
:P Hvað heldurðu að Tuðs segi þegar hann sér að við erum búnar að yfirtaka bloggsíðuna hans?
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 23:15
Verður hann ekki bara glaður með góðan félagsskap
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 23:25
Tjah.... maður veit aldrei með hann!
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 23:27
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 13.6.2012 kl. 23:33
Tuðsi grætur af gleði yfir kommentafjöldanum ;-)
Halldór Egill Guðnason, 14.6.2012 kl. 01:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.