11.6.2012 | 02:32
Lestir Alþingis.
Lestir Alþingis eru allnokkrir. Einn sá alversti er að einstaka forsetar þingsins hafa þá leiðu tilhneigingu að vera seinir að "fatta". Að þingmaður skuli komast upp með að þvæla rallhálfur í pontu, eða annar að saka annan um fyllerí, framhjáhald eða barasta "what ever" í þingsölum, skuli taka Forseta Alþingis allt að 2 daga að "fatta" sýnir eindemis áhugaleysi í vinnunni!
Forseti Alþingis á öllum stundum að hlusta og ekki sjást plokka gemsann sinn eða skella skollaeyrum við því sem ræðumenn þingsins láta sér af vörum hnjóta. "Þetta er vítavert" ætti að hljóma mun oftar í þingsölum og eftir tvær þrjár slíka áminningar ætti að vísa fólki úr þingsal og halda því þaðan, tiltekinn tíma í refsingarskyni, líkt og gert er í íþróttum.
Er nema von að stór hluti þjóðarinnar virði þessa helstu stofnun landsins ekki meir en hundaskít á skósóla?
Góðar stundir.
Telur ummælin vítaverð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:57 | Facebook
Athugasemdir
Æj... Tuðs.
Ætli maður myndi ekki detta út sjálfur að hlusta á allt þetta bull, daginn út og daginn inn.
Hrönn Sigurðardóttir, 13.6.2012 kl. 17:10
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.