13.2.2007 | 19:01
Tímabær tilraun.
Vonandi mun þessi tilraun takast vel hjá Hafnfirðingum og mættu fleiri koma að þessari tilraun samhliða þeim, svo fá megi sem víðtækasta niðurstöðu. Það er ekki nokkur vafi á því að þessi aðferð mun í mörgum tilfellum hjálpa þeim sem misstíga sig í lífsins krappa dansi að fóta sig á ný. Ekki að efa að þessi aðferð hefði gagnast þeim ungu drengjum, sem vistaðir voru að Breiðuvík, mun betur en þær mannraunir og niðurlæging sem þeir máttu þola þar. Alltaf munu verða einhverjir sem ekki fóta sig á meðal okkar, en vafalítið að þessi aðferð mun stórminnka líkur á að þetta fólk sem áður var vistað innan um forherta krimma eða á útkjálkabýlum við ysta haf muni halda upptekinni iðju við afbrot. Heiðarleg vinna innan um venjulegt fólk er einn besti skóli sem ungt fólk á völ á, þó svo það átti sig kannski ekki á því fyrr en seinna meir.Til hamingju með þetta þarfa verkefni.
Vinnur í viku hjá Hafnarfjarðarbæ upp í kostnað vegna tjóns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er frábært framtak hjá Hafnarfjarðarbæ og satt að það mættu fleiri fara út í svona tilraunaverkefni. Býð þó spennt eftir því að geta farið að vinna upp í fasteignagjöldin ;)
Jóhanna Fríða Dalkvist, 13.2.2007 kl. 22:08
Takk fyrir þetta Haukur. Vissi ekki betur. Gott að heyra að þetta er farið víðar af stað. Megi þetta lukkast sem best og bera góðan ávöxt.
Halldór Egill Guðnason, 13.2.2007 kl. 22:56
Ef vika dugar fyrir strætóskýli, hvað ætli taki langan tíma að klára fasteignagjöldin?;)
Halldór Egill Guðnason, 13.2.2007 kl. 22:58
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.