Ólafur Ragnar Grímsson.

Sem ég stóð upp eftir áramótaávarp forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, fann ég til einhverskonar ónotahrolls. Ekki vegna ávarps Ólafs, sem mér þótti eitt hið besta sem sá er þetta ritar hefur hlustað á úr Bessastaðastofu á þessum degi ár hvert, heldur þess að óvissan um það hver flytur næsta ávarp nagaði mig á einhvern undarlegan hátt. Tek ofan hatt minn fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni. Áramótaávarp það er rann úr hans ræðuranni í dag, verður seint toppað. Beinskeitt, hárbeitt og hnitmiðað, án nokkurs fagurgala, meira en normalt getur talist. Þakka þér Ólafur fyrir þín störf og hreinskilni. Það er þó nokkuð ágætt að þjóðin viti að minnsta kosti eitt fyrirsjáanlegt atvik á næsta ári, fyrir utan eldgos, ömurlega pólitík og annan ófögnuð. Farvel Ólafur. Þú hefur staðið þig upp og niður, en toppaðir með snilld! Þakka þér forsetuna og reikna með að þú kíkir í kaffi einhvern daginn. Það eru ekki nema sex hús á milli okkar og til að hleypa fjöri í umræðuna má alltaf sækja Jón Baldvin yfir lækinn.
Góðar stundir.
mbl.is Embættið pólitískt eftirsóknarverðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tek heilshugar undir þennan pistil þinn Halldór, nema þetta með kaffið, ég bý nefnilega á Ísafirði og get ekki boðið Ólafi í Kaffi, myndi gera það annars.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 17:19

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gætir líka hóað í mig. Það er nú ekki nema eins og eitt fjall á milli okkar - Vestfirðingar myndu jafnvel kalla það hól.... en þeir eru líka soldið öðruvísi ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 1.1.2012 kl. 17:34

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Ásthildur ég er nokkuð viss um að Ólafur mun renna vestur á firði í kaffisopa til þín.

Hrönn mín.: Þetta með hólinn sem skilur að suðurlandsundirlendið og höfuðstaðinn....tja hvað skal segja. Síðast er ég rann þetta á mínum fjallabíl, virtust ansi margir halda að þetta væri nú bara lítil bunga, miðað við dekkjabúnaðinn. Það verður hóað í þig í kaffi, fyrr en varir;-)

Halldór Egill Guðnason, 1.1.2012 kl. 18:01

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þið eruð frábær

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 1.1.2012 kl. 18:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband