28.12.2011 | 16:52
"Úr myndasafni"
Það er bæði fróðlegt og ánægjulegt að heyra að hérlend skip skuli fá að veiða þetta magn af þorski í Barentshafi á næsta ári. Það væri líka ánægjulegt, ef fréttamenn mbl gætu nú sett inn mynd með svona frétt, sem sýnir þorskveiðar. Eitthvað hefur myndaveljaranum fatast flugið með þessa mynd úr myndasafninu. Þetta er nefnilega mynd frá rækjuveiðum! Ekki það að svona lagað haldi fyrir manni vöku, eða valdi annari vanlíðan. Sýnir hins vegar hálfgert metnaðarleysi að mínu mati.
Annars allt í gúddí hér til fjalla. Óska öllum landsmönnum nær og fjær árs og friðar og megi næsta ár verða betra en það sem nú er að líða, þó það hafi ef til vill ekki verið neitt sérstaklega verra en einhver önnur. Munið að horfa ekki ofan í skotkökurnar, notið hlífðargleraugu og varist að sprengja hvort annað í tætlur um áramótin.
Góðar stundir.
Annars allt í gúddí hér til fjalla. Óska öllum landsmönnum nær og fjær árs og friðar og megi næsta ár verða betra en það sem nú er að líða, þó það hafi ef til vill ekki verið neitt sérstaklega verra en einhver önnur. Munið að horfa ekki ofan í skotkökurnar, notið hlífðargleraugu og varist að sprengja hvort annað í tætlur um áramótin.
Góðar stundir.
Um 13.500 tonn af Norðuríshafsþorski | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Marta B Helgadóttir, 6.1.2012 kl. 12:54
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.