Er of seint að fara í veiði?

Þessi færsla er neyðaróp til stangveiðimanns í Borgarnesi, sem elskar fluguveiði, skák, köflótta hesta og annað sem kann að gleðja mannsins hjarta. Er stangveiðiárið 2011 virkilega liðið og hvergi hægt að dýfa flugu í sprænu , vatn eða læk lengur á þessu ári? Komment óskast hið snarasta!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Dóri stóri; nú er kominn kuldi og trekkur og flugugreyin þora ekki út út húsi... en eigum við kannski að fara á hreindýraveiðar ???

Brattur, 19.10.2011 kl. 21:16

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Áttu byssu?

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2011 kl. 04:32

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég heyrði af manni í Þorlákshöfn sem á víst byssu. Þið gætuð kannski fengið hana lánaða?

Hrönn Sigurðardóttir, 23.10.2011 kl. 17:19

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Nú er ég dottinn út úr þessu, en gæti kannað Norðlingafljótið hvort þeir eru búnir í klakfiskaveiðinni, ef þú vilt?

Það var einhver lögga á undan að ná byssunni og ekki víst að hún fáist lánuð á meðan eigandinn liggur á sjúkrahúsi, en þetta er nú bara venjuleg opinber stofnun sko þessi lögga og þekkir ýmsa króka og kima og væri nú vís með að leigja hann gegn gjaldi beint í vasa sinn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 25.10.2011 kl. 23:43

5 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Alveg væri ég til í klakfiskaveiði. Högni.

Úr því ekki má lengur veiða á flugu, er þá eitthvað sem bannar að lax eða silungur sé skotinn með haglabyssu?

Halldór Egill Guðnason, 27.10.2011 kl. 00:56

6 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

góð spurning, ég hringi á klakmenn.

Högni Jóhann Sigurjónsson, 27.10.2011 kl. 22:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband