12.10.2011 | 23:48
Búinn að missa af vagninum?
Á eftir Helga Hóseassyni sem mótmælanda númer eitt á Íslandi, hlýtur Hörður Torfason, sá mæti maður , að teljast verðugur mótmælandi númer tvö. Ólíkt Helga heitnum, sem aldrei lét deigan síga, er hins vegar hætt við að mótmælandi númer tvö hafi þegar misst af svo mörgum vögnum, að varla muni þúsundir manna endurróma áskoranir hans n.k. laugardag. Populistar eru "out of date" þessa dagana og gildir þá engu hvar í flokki eða á mannamótum ætla að vera með einhverskonar "comeback". Þetta er útvatnað trix og virkar ekki lengur, því miður.
Efna til fundar á Austurvelli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hræddur um það því að hvers vegna mætti Hörður ekki á mótmælinn sem við stóðum frá falli hrunastjórnarinnar. Samt skulum við halda áfram að mótmæla því að það er samstaða og eining sem mun fella fjórflokks og bankamafíuna!
Sigurður Haraldsson, 13.10.2011 kl. 00:23
Ekkert hefur breyst á Íslandi.
Þegar ráða skal í embætti á vegum ríkisins er farið meira eftir ættartengslum og flokksskírteinum fólks en hæfni.
Í fjármálageira er hlaðið undir fólk sem er vel efnað en "heiðarlegi launamaðurinn" er úti í kuldanum.
Í heilbrigðis og menntakerfinu sem er hvorutveggja alltof alltof stórt og dýrt í rekstri fyrir mannfjölda sem svara til helmings íbúa í Gautaborg og nágrenni - eru sterkir þrýstihópar sem engin stjórnvöld hvar í flokki sem er, hafa nokkru sinni þorað að hrófla við af einhverri alvöru.
Marta B Helgadóttir, 21.10.2011 kl. 13:47
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.