6.10.2011 | 23:38
Frá hjartanu?
Urriðakynlífsfræðingurinn og fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, sem nú gegnir hlutverki utanríkisráðherra, sem vill innlima Ísland í skrifræðisskrímsli Evrópu, sér ekkert athugavert við að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og miða við landamæri ársins 1967. Bara svona einhverskonar "gut feeling" eða frá hjartanu eins og hann segir, án neinna frekari skýringa. Maður sem ekki getur einu sinni unnt eigin landi að halda sjálfstæði sínu, ætti ekki að gaspra um annara landa örlög eða samþykktir. Væri ekki nær að klára garðinn heima hjá sér, áður en spólað er í görðum hins vegar á hnettinum? Hrikalega er niðurdrepandi að fylgjast með hérlendri pólitík þessa dagana. Stjórn, óstjórn, stjórnarandstaða................frussssssssssssssssssssssssssssss.
Viðurkenning á fullveldi ekki skaðleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Svakalega er ég sammála þér - algjörlega burtséð frá öllu sem heitir ástand fyrir botni Miðjarðarhafs!
Hrönn Sigurðardóttir, 7.10.2011 kl. 18:29
Hrönn mín.: Þegar fólk sem ekki skilur sjáft sig og flakkar á molli flokka eftir vindum hverju sinni, fer að gaspra um hluti sem það skilur enn síður, er ekki von á góðu. Púfffff.......................
Halldór Egill Guðnason, 10.10.2011 kl. 04:03
Já... nei það heitir líklega að vera misvindasamur í skoðunum ;)
Hrönn Sigurðardóttir, 10.10.2011 kl. 06:46
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.