Íran USA og ógnin

Dálítið merkilegt hve kananum tekst að gera alla sem honum ekki líkar að algerum djöflum. Hef verið í Íran og þó pólitísk refskák standi nú yfir milli "mannvinarins" Georhe Bush og Íranstjórnar um sjálfstæði þess síðarnefnda til eigin orkuframleiðslu get ég ekki með nokkru móti séð hvernig "Bushmenn" geti leyft sér að hafa slíkt ægivald á öllum alls staðar að jafnvel efnahagskerfi alls heimsins þurfi að þjást fyrir. Íranar eru yfir 70.000.000. að tölu. Ætlar heimurinn bara að fylgja ofstækismanninum í Wasington að ystu mörkum veraldar og halda að með því sé björninn unninn? Það eru ekki nema 10-20 ár í það að Kína verði orðið öflugra en USA og þá kann að verða erfitt að réttlæta fylgispeki við þennan ofstopamann sem titlaður er sem valdamesi maður í heimi.

Hlustum á hvað Íran hefur að segja og liggjum ekki flöt fyrir einsleitum fréttaflutningi vestrænna miðla sem í allt of mörgum tilfellum er litaður af blindri þjóðernishyggju og gagnrýnislausum fréttafutningi af "ameríska draumnum"

Alveg eins og við hér á klakanum viljum halda okkar sjálfstæði ætti öllum öðrum annars staðar í veröldinni að vera gert kleift að láta rödd sína heyrast. Ef einhver er þessu ekki sammála er það í góðu lagi. Frelsi til að segja það sem manni finnst er þá alltént enn til staðar og það er það sem málið snýst um.

 


mbl.is Larijani segist ætla að ræða við vestræna erindreka í Munchen
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband