RIVER fallnir í 2.deild!,flug í lagi, kosningar í Ushuaia og allir barir lokadir!

Eins og fyrirsögnin gefur til kynna, gekk talsvert á í Argentínu í dag (26.6). Fyrst ber ad nefna ad stórfótboltaveldid RIVER er fallid í 2. deild og er óhaett ad segja ad vidbrögd studningsmanna lidsins hafi verid slík, ad thad er dulítid erfitt fyrir einfalda íslendinga ad skilja ofsann og reidina sem greip um sig á leikvanginum og utan hans ad leik loknum. Tugir manna og kvenna slasadir, lögreglumenn í druslum um allar götur og kaemi ekki á óvart ad einhver daudsföll hlytust af thessum úrslitum í dag. Óeirdalögreglan á hestum, mótorhjólum, vatnsbílum og med alvaepni vard ad lokum ad skerast í leikinn. Thad tók marga klukkutíma ad taema leikvanginn og nú undir kvöld logudu straeti og torg enn af skrílslátum og djöfulgangi ósáttra studningsmanna RIVER. Lidsmönnum hefur verid komid á afvikna stadi og fjölskyldur theirra og jafnvel vinir thurft ad yfirgefa heimili sín af ótta vid trylltan skríl. Já, íthrótttir efla svo sannarlega mannsandann og gefa gott fordaemi, komandi kynslódum.

Öskuskrattinn sem svífur hér yfir eins og mara hefur heldur betur sett allt úr skordum. Ekkert verid flogid meira og minna i marga daga og nu er svo komid ad hér í Ushuaia sést varla túristakvikyndi á götunum. Hér idar allt af skíidafólki á thessum árstíma og heilu landslidin í vetraríthróttum verid hér fastagestir, til aefinga fyrir sitt fólk. Nú sést ekki einu sinni snjóthota í brekkunum, öll hótel nánast tóm og baerinn varla svipur hjá sjón vegna thessa alls. Eftir hádegi fór hins vegar eitthvad ad raetast úr fluginu og strax seinnipartinn í dag sáust hér fyrstu túrhestarnir, auk thess sem tókst ad fljúga okkar mannskap hingad nidur eftir. Búnir ad bída í 3 daga eftir theim.  

Thegar vid komum í land stód hér kosningabarátta sem haest og thad ku vera venjan í Argentínu ad daginn fyrir kosningar og á kosningadegi loka allir barir og veitingahús og hvergi má selja neitt sem áfengt er, thar til kjörstödum lokar. Hér breytist allt eina stóra AA bombu í heila tvo daga kringum kosningar. Thar sem Tudarinn hefur nú fengid kosningarétt, var ad sjálfsögdu strunsad a kjörstad snemma morguns og kosid, nema hvad? Thetta med áfengisbannid aetti ef til vill ad innleida heima á Íslandi? Manni finnst einhvern veginn eins og úrslitin thar hafi taepast verid rádin af allsgádu fólki, oft á tídum.

Annars allt gott ad frétta hédan og netid loks farid ad virka aftur, eftir langt hlé.

 Gódar stundir.   


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband