Frábærir tónleikar!

Tuðarinn brá sér á tónleika með Gildrunni, í Austurbæ á föstudagskvöldi þessarar helgar. Hef alltaf haft gaman af að hlusta á þessa kraftmiklu sveit, en aldrei orðið þess heiðurs aðnjótandi að hlusta á hana svona beint í æð. Það er skemst frá því að segja, að þessir tónleikar voru að stærstum hluta ein allsherjar hrollköld gæsahúð fyrir þann er unnir þéttu rokki, frábærum söng og góðum hljóðfæraleik. Hörkukeyrsla, þétt spil og lagavalið gott yfirlit yfir það helsta sem sveitin hefur áorkað gegnum tíðina. Birgir, söngvari sveitarinnar er án efa kraftmesta rödd sem kvatt hefur sér hljóðs í hérlendu tónlistarlífi og þegar drengurinn sá þenur barkann, er ekki annað hægt en að hrífast með. Þvílíkur Fídonskraftur! Þessi mikli slagkraftur söngvarans og frábær gítar, bassi, hljómborð og dúndrandi trymbill gerðu kvöldið að fimm stjörnu upplifun. Til hamingju Gildran! Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband