9.11.2010 | 02:10
Heiðarleg "geimvera".
Hvort Gnarrinn er geimvera eður ei, verður þó að virða honum þess til viðlits að hann er að minnsta kosti heiðarlegur. Hann er að gera nákvæmlega það sem hann lofaði kjósendum sínum fyrir kosningar. Að standa ekki við nein kosningaloforð. Ísbjörn í húsdýragarðinn, eitthvað fyrir róna, annað fyrir aumingja og fleira í þeim dúr. Jón Gnarr er einhver heiðarlegasti stjórnmálamaður sem hefur komið fram á Íslandi í mörg ár. Hefði nú reyndar viljað sjá hann svíkja þetta með ísbjörninn, altso standa við það, en svona er þetta bara. Geimverur vita sennilega ekkert um skipulagningu almenningsgarða. Skil ekki þennan æsing yfir frammistöðu Gnarrsins. Getur verið að margir af þeim sem kusu hann séu farnir að finna fyrir asnaeyrunum þrengja sér leið í gegnum höfuðleðrið eða er þetta bara partur af öllu bévítans bullinu sem nú ríður yfir þessa guðsvoluðu þjóð? Góðar stundir.
Geimvera í íslenskum stjórnmálum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Flott framsetning já hann Jón er ekki flón og loksins kom maður til að hrist uppí þessu kjaftæði sem viðgengist hefur í borgini um árabil með hörmulegum afleiðingum!
Sigurður Haraldsson, 9.11.2010 kl. 08:06
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.