16.10.2010 | 08:16
Netleysi, Jafadllajödll og andlát Pepe.
Thad er ekki tekid út med saeldinni, thegar Internetid dettur úr sambandi hér um bord. Vid erum núna staddir á einhverju gráu svaedi á mörkum allra tenginga og thví hefur sáralítid verid haegt ad fylgjast med fréttum og tuda um allt og ekki neitt undanfarid. Sem stendur erum vid staddir um 110 sjómílur NA úr Cape Horn og ef vedurspáin verdur hagstaed getur verid ad vid verdum sunnan vid Hornhöfdann á morgun eda hinn. Hér er vor í lofti, thó enn komi hér einstaka snjóél. Verid einstaklega gott vedur í thessari ferd og sáralítid um stórvidri, í thessum annars bölvada vindrassi. Reiknad er med okkur inn til Ushuaia thann 28. október, svo thad styttist í lok ferdarinnar. Spurning hvort aetti ekki ad bjóda mönnum áfallahjálp og laeknisskodun eftir svona úthald, innilokadur med hátt í hundrad manns af ýmsum thjódernum allan thennan tíma. Ég meina, thad eru menn frá thremur heimsálfum sem nota sama klósett og ég, svo daemi sé tekid. Sama súpan hvern einasta dag og pizza á föstudögum, en thad er sá dagur vikunnar sem madur réttir af tímatalid hjá sér, svona med vikudagana. Pizzur thessar fara hins vegar frekar illa í maga, med theim afleidingum ad á stundum er althjódleg bidröd á "TMHWDR.", eda "The Multicontinental Human Waste Disposal Room"thar sem bannad er ad setja pappírinn med, heldur skal hann settur í thar til gerda fötu vid hlidina. Virkilega "intresant". Spurning hvort ekki eigi ad hífa menn, einn í einu, í thar til gerdum hylkjum í land, thegar komid er til hafnar. Edgardo annar stýrimadur búinn ad vera í essinu sínu thennan túrinn og alveg hreint bandbrjáladur út í mig og Jafadllajödll. Ég hef fyrir einskaera tilviljun rúllad upp allri áhöfninni med tippinu mínu. Er búinn ad tippa á langflesta rétta leiki í argentínska fótboltanum fram ad thessu og thad fer ekki vel í strákana, en thó sýnu verst í Edgardo, sem vermt hefur efsta saetid af nokkru öryggi thar til nú. Bara hundur í karlfjandanum undanfarid, svei mér thá. En thad er ekki tippid mitt sem ergir hann mest, heldur daudi Pepe födurbródur hans. Sá ku víst hafa látist úr kulda og stendur Edgardo á thví fastar en fótunum ad thad sé allt eldgosinu í Jafadllajödlli ad kenna. Gosmökkurinn hafi hrundid af stad slíkum og ödrum eins kuldum um allan heim ad meira ad segja í Coreandes í nordurhluta Argentínu, hafi fólk farist úr kulda. Pepe fraendi hans thar á medal. " Mí onkel Pepe livd ol his laef in Coreandes. Coreandes is a varm pleis, jú nó, sönsjaen end oll, móst of de jer. Dis vinter after de Jafadllajödll volkanó keim de kóldest vinter ever. It ken not bí a kóinsidens." Thad verdur engu tauti komid vid karlinn med thetta og ekki annad ad gera fyrir mig en ad votta honum samúd mína, sem dugar thó skammt, thar sem ég er mikid betri í tippinu en hann og thad tholir hann ekki. Gódar stundir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Takk fyrir mig
Hrönn Sigurđardóttir, 17.10.2010 kl. 16:26
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.