Hæstu niðurföll í heimi?

Íslenskir iðnaðarmenn hafa um langa hríð verið taldir harðduglegir, útsjónasamir og áræðanlegir. Ég hef ekki dregið þetta í efa, frekar en margir aðrir og talið að á Íslandi viðgengist eitt besta og áræðanlegasta verklag við byggingu húsa og annara mannvirkja. Flestöll hús á Íslandi eru vel byggð og handbragð allt til fyrirmyndar. Það ber þó sennilega skugga á þetta, ef litið er yfir frágang og vinnubrögð sem viðhöfð voru hér á landi, meðan þjóðin hélt að hér ríkti þvílíkt góðæri, að hvert einasta mannsbarn í landinu nánast ældi peningum. Byggingahraðinn jókst með slíkum ofsa, að flytja þurfti til landsins ómældan fjölda erlendra verkamanna, til að hafa undan við að koma hér upp hverju stórvirkinu á fætur öðru, algerlega burtséð frá því hvort þörf var á þessu öllu saman, eður ei. Afleiðingarnar hafa verið að koma í ljós að undanförnu í hverri nýbyggingunni á fætur annari og sér vart fyrir endann á því. Hætt við að gríðarlegar skemmdir eigi eftir að koma í ljós á næstu árum og áratugum sem rekja má til klikkunarinnar og kapphlaupsins um að koma húsnæði upp úr jörðinni á mettíma, um nokkura ára bil. Svo mikið var byggt, að sennilega þarf ekki að byggja eina einustu íbúð á höfuðborgarsvæðinu næstu tvö til þrjú árin, eða jafnvel lengur, ef fólksflótti færist eitthvað í aukana. Eitt nöturlegasta dæmið um ömurlegan frágang í nýju húsnæði undanfarin ár og nokkurskonar samnefnari fyrir alla delluna er sá hlutur sem neðst á að liggja í hverju rými þar sem vatni skal veita burt, þ.e.a.s. niðurföll. Íslendingar geta semsagt státað af HÆSTU NIÐURföllum í heimi og er tuðarinn nokkuð viss í sinni sök, er hann heldur því fram að þar sé um algert heimsmet að ræða. "Down the drain" er nánast óþekkt fyrirbæri í alltof mörgum nýbyggðum húsum, því miður. Lýkur þar með tuði dagsins, en við tekur vatnsaustur UPP í niðurfallið á baðinu. Góðar stundir.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Það voru margir erlendir starfsmenn á þessum tíma sem þóttust t.d. vera rafvirkjar en voru kannski bara slátrarar í sínu heimalandi... höfðu í mesta lagi byggt svínastíu áður en þeir komu hér til lands að reisa háhýsi...

Brattur, 27.7.2010 kl. 22:10

2 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Ég bjó um tíma í glænýju fallegu litlu fjölbýlishúsi sem byggt var aldamótaárið 2000. Húsið var byggt hratt ....en ekki örugglegar en svo að VATN streymdi öðru hvoru inn með símainntakinu í húsið !

 

Marta B Helgadóttir, 29.7.2010 kl. 15:57

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Brattur.: Mikið rétt og ekki enn séð fyrir endann á því hvaða afleiðingar þetta hefur, til lengri tíma litið. Nöturlegt, svo eki sé meira sagt. (Hvenær eigum við annars að fara að veiða. Farinn á hjara veraldar eftir 3 vikur aftur!)

Marta.: Heyrist "glugg blúbb" þegar þú svarar? Án gríns, er þetta ekkert minna en ömurlegt og hætt við að virði eigna, sem keyptar voru á uppsprengdu verði, með uppsprengdum lánum jafnvel, eigi enn eftir að minnka. Það vill jú enginn þurfa að tala í síma með kafaragleraugu, eða hvað..?

Halldór Egill Guðnason, 30.7.2010 kl. 02:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband