19.7.2010 | 04:11
Asparfrjóatuð!
Aspir geta verið fögur tré. Fljótvaxnar og tilvaldar fyrir þá sem ekki nenna að bíða í fimmtíu ár eftir almennilega hávöxnum trjám í sínum garði. Í minni götu er ógrynni aspa og það ekkert smáar. Reyndar svo háar að þær byrgja mér orðið alla sýn til Snæfellsjökuls og nágrennis yfir sumartímann og langt fram á haust. Nú stendur yfir "frjólosun" hjá þessari andsk..... óværu og er gatan öll og garðurinn minn eins og skíðasvæði yfir að líta. Búinn að myndast við bera fúavörn á sólpallinn og húsið en varð að játa mig sigraðan fyrir sviffrjóum asparinnar í gær. Það sem ég vildi að væri með tekk lit, er orðið eins og hvítt ríateppi og enginn tilgangur að halda þessu áfram. Hér er ekki snjókoma, hér er frjókoma! Farið að safnast í skafla og tæpast hægt að dvelja utandyra fyrir þessari óværu. Gott ef skellur ekki á skafrenningur af þessum andskota, ef hreyfir vind. Vitin full af hálfgerðri bómull og liggur við að maður snýti túrtöppum! Aspir eru fallegar, en þetta er einum of. Farinn að hugsa til þeirra eins og blessaðs mávsins og lúpínunnar.: Allt er gott í hófi, en fyrr má nú andsk.....! Ætti að vera í einhverjum reglugerðum að tré mættu ekki verða hærri en húsin sem þau standa við og allar aspir skuli fella, er þær ná tuttuga ára aldri. Ég hef þegar fellt ellefu stykki í mínum garði. Atsjú.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Andskotans Aspirnar.
Anna Einarsdóttir, 19.7.2010 kl. 23:01
Ellefu stykki liggja í valnum... hvernig hefur valurinn það ?
Brattur, 19.7.2010 kl. 23:22
Hugsaðu þér hvað hægt verður að spara á þínu heimili þegar þú býður uppá asparfrjókornatúrtappa! Ég er handviss um að allt kvenkyns á þínu heimili svífur um eins og í meðal dömubindaauglýsingu af gleði
Hrönn Sigurðardóttir, 20.7.2010 kl. 21:49
Marta B Helgadóttir, 21.7.2010 kl. 12:15
Anna.: Segðu!
Brattur.: Valurin er týndur undir þeim!
Hrönn.: Túrtappa.....Nei, hér verður boðið upp á þetta með vængjum! Er rétt að að ná að flétta þann síðasta, en munið að fyrstar koma, fyrstar fá og ekki víst að kvikyndið nenni að vefja þetta öllu lengur. Taldist til að komin væru ellefu "sett" af Asparvængjamottum, en var góðfúslega bent á að þessi vara vara væri ekki notuð í settum, heldur "einu og einu stykki í einu". Get ekki lýst því hve gleði mín var mikil er mér varð ljóst að ég hafði skyndilega tvöfaldað markaðinn.....
Farinn út að planta Ösp.
Halldór Egill Guðnason, 22.7.2010 kl. 03:33
hahahah meira tuðið alltaf í þér.
Hrönn Sigurðardóttir, 22.7.2010 kl. 22:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.