28.5.2010 | 03:30
Eftirsjá af hverju?
Ekki getur Tuðarinn gefið Stefaníu stjórnmálafræðingi háa einkunn fyrir frekar undarlegan eftirmála að afsögn Steinunnar Valdísar Óskarsdóttur. Sér Stefanía svona mikið eftir mútuvæddum stjórnmálamönnum eða hvað er það eiginlega sem hún saknar? Sem álitsgjafi virkar blessunin svona álíka sannfærandi og Hannes Hólmsteinn í vörn fyrir frjálshyggjuna. Sem sagt---ZERO. Tuðarinn saknar þess hins vegar mest að ekki skuli fleiri, sem þegið hafa mútur, segja af sér. Gísli Marteinn, Dagur B.,Guðlaugur, Steingrímur J., Jóhanna .... og hvað þetta fólk heitir allt saman. Hvar í flokki sem það stendur, ber öllu þessu fólki að hverfa af braut stjórnmálanna, hvort heldur kosið er til sveitarstjórna eða Alþingis. Megi góða veðrið síðan leika við landsmenn alla og gefa þeim almennilegar sveitarstjórnir. Kjósið bara það sem ykkur sýnist. Dæmið sveitar og bæjarstjórnir af verkum þeirra, en í allra vætta lengstu lög, ekki hlusta eða taka mark á misvitrum eða jafnvel tæpum stjórnmálafræðingum eða endurunnum morgunblöðum við ákvörðunina. Lítið bara í kringum ykkur í bænum ykkar og fyrir alla muni höldum þessu utan við ICESAVE og annað kjaftæði.
ÁFRAM ÍSLAND!
ÁFRAM ÍSLAND!
Eftirsjá af Steinunni Valdísi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:58 | Facebook
Athugasemdir
Heyr Halldór ! Ég hef engu við blogg þitt að bæta.
Með kveðju frá Siglufirði, KPG.
Kristján P. Gudmundsson, 28.5.2010 kl. 06:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.