Krían er farin!

Í dag er Tudarinn staddur nákvaemlega eitt hundrad sjómílur sunnan vid Malvinaseyjar. Their sem ekki vita hvar thaer eyjar eru, geta "googlad" thad. Get thó upplýst, ad mér hafa sagt menn, sem til thekkja, ad thar búi eingongu "jafnljótasta" fólk veraldar, bjórsvolgrarar, pílukastarar og hermenn. Ég hardneita ad kalla eyjarnar annad en thessu nafni af ýmsum ástaedum sem ekki verdur getid um hér ad thessu sinni, enda tilefni thessa bloggs thad eitt, ad láta thá vita sem kaera sig um heima á Íslandi, ad krían er logd af stad nordur eftir, fra Eldlandinu (Tierra Del Fuego). Sennilega notfaerir hún sér ríkjandi SV-áttirnar hér til ad létta undir med sér nordaustur eftir í átt ad Afríku, thadan sem hún svo sveigir til nordvesturs í átt ad Ameríku, thadan sem hún svo ad lokum rennir sér inn til lendingar á Íslandi sunnanverdu. Thetta er addáunarverdur fugl, ad nenna ad berjast alla thessa leid. Ekki bara einu sinni á ári, heldur tvisvar, enda fer hún aftur til baka ad loknu sumri á Íslandi. (Svo er med herkjum ad madur fái krakkana sína til ad skjótast út í búd fyrir sig!) Hugsid ykkur bara eljuna i Kríunni. Hédan eru um 14.000. kílómetrar til Íslands í beinni loftlínu, en med theim sveigum sem krían tekur á leid sinni, las ég einhversstadar ad hún faeri hátt í 30.000 kílómetra á thessari leid. Má vera ad ég sé ad skola til einhverjum tolum, lesid thetta allt kolvitlaust, eda tekid illa eftir, en thetta er svona sirkabát allt saman. Thetta er allavega heill hellingur af kílómetrum og hún er logd af stad. Í thad minnsta sá hópur sem flaug hér yfir í morgun, thad er ég naesta viss um, enda farid ad hausta hér og fyrstu snjókornin thegar farin ad falla. Ég tók eftir ad ein krían virtist hafa laskada lopp og sýndist mer hún vera blá. Altso loppin, ekki krían, "notabene". Frá og med deginum í dag tel ég nidur thar til ad á sídum bladanna heima á Íslandi byrtist lítil frétt um ad krían sé komin. Ég aetla rétt ad vona ad thessar sem flugu hjá í morgun séu annars ekki á leid til Bretlands. Thad ruglar ollu saman hjá manni. Thad vaeri nú alveg eftir ollu, ef their hirtu nú af okkur kríuna líka, helvískir. Vaeri annars gaman ef einhver gaeti af einskaerri godmennsku sinni sagt mer i vor hvenaer fyrstu kríurnar koma og thá, hvort sést hafi til einnar med snúinn, bláan fót. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

Ég skal svo sannarlega taka það hlutverk að mér að fylgjast með kríunni... og láta tuðarann vita á undan mbl.is

Annars er krían skemmtilegur fugl, fimur og fallegur... sérstaklega mun ég fylgjast með fótabúnaðinum í von um að sjá einn bláan fót...

Brattur, 8.3.2010 kl. 21:48

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jei....Þá styttist í að hún birtist hér!!

Ég held að það eina sem þú getur gert í stöðunni sé að ættleiða kríu og senda hana svo bara í sjoppuna fyrir þig.........

Hrönn Sigurðardóttir, 8.3.2010 kl. 22:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband