17.1.2010 | 06:26
Fimmtugur karl.
Jaeja tha er komid ad thvi.: Tudarakvikyndid er fimmtugt i dag!!! Undarlegt hve likamshulstrid hefur haldist heilt i gegnum arin og skuli enn vera til flestra verka bruklegt, thratt fyrir otal beinbrot og annad hnjask, sem hver einasti medalskrokkur getur svosem att von a ad verda fyrir, thannig lagad sed. Thad er helst ef laga tharf hluti eda skipta um a heimilinu, sem einhver slaemska, stadbundinn skammtimaverkur og timabundin gleymska virdist hlaupa i kauda, en thess a milli bara spraekur, eins og laekur. Heilsan god og i raun fatt sem hrellir, annad en langar fjarvistir ad heiman thessa dagana. Straujad sudur til Argentinu 2. januar og thadan beint ut a sjo. Aaetlud heimkoma aftur um midjan mai, ef allt fer samkvaemt aaetlun.
Thar sem eg verd ad heiman i dag, er theim sem hugdust heidra mig med naerveru sinni bent a ad thad verdur ekkert kruderi i Brekkulandinu i thetta sinn, enda afmaelisbarnid ekki heima. Hafi einhver haft i hyggju ad faera mer gjafir, er thad von min ad thad hafi helst att ad vera eitthvad dyrt og veglegt. Helst innflutt. Thar sem eg hef ekki not fyrir nokkurn hlut, sem stendur, vil eg beina thvi til theirra er hugdust gledja mig med gjofum, ad lata frekar andvirdid renna oskipt til sofnunarataks Rauda Krossins, vegna hormunganna a Haiti. Thar er thorf a allri theirri adstod sem hugsast getur. Hafi hinsvegar einhver haft i hyggju ad faera mer raudvin, skal a thad bent ad tekid er a moti thvi i allan dag og langt fram a kvold i Brekkulandinu.
Thakka yndislegri fjolskyldu minni og ollu samferdafolki gegnum tidina, innilega fyrir tha halfu old, sem nu er ad baki og oska ollum, naer og fjaer, ars og fridar.
Bestu kvedjur hedan ad sunnan til allra,
Tudarinn.
(Kemst ekki i tolvu med islenskum stofum og thvi verdur vist ad para thetta svona)
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:41 | Facebook
Athugasemdir
Til hamingju með daginn. Þetta er ekki svo bölvað. Raunar ákveðin forréttindi að vera kominn í borg ef svo má segja.
Jón Steinar Ragnarsson, 17.1.2010 kl. 08:38
Til hamingju með daginn
Hrönn Sigurðardóttir, 17.1.2010 kl. 09:04
Halldór er mikill stuðari
og geysi góður puðari
Með betri öfum
í Suðurhöfum
En rosalegur tuðari
Til hamingju með daginn !!!
Brattur, 17.1.2010 kl. 11:05
Hálftíræður er Halldór
ég hallast að því mest
að hann sé orðinn stór
það skeði fyrir rest !
.
Til hamingju með daginn Halldór. Þú átt inni rauðvínsflösku hjá okkur.
Anna Einarsdóttir, 17.1.2010 kl. 11:43
Thakka hlyleg ord i minn gard. Afram Island!
Halldór Egill Guðnason, 19.1.2010 kl. 06:14
Innilegar hamingju óskir minn kæri.
Mikið óskaplega hafði ég gaman af því að vera með ykkur hjónum og börnum ykkar og syni mínum á gamlárskvöld og fram á nýársdag.
Það var einstakt kvöld sem ég gleymi aldrei. Þar sem við hlustuðum m.a. á góða tónlist fram eftir öllu.
Bestu kveðjur frá forsetanum úr Tungunni.
Karl Tómasson, 23.1.2010 kl. 01:39
Til hamingju með afmælið þó seint sé kæri bloggvinur minn.
Það hefur sína kosti að komast í tölu fullorðinna (en í æskudýrkun samtímans vill enginn viðurkenna að hann/hún sé fullorðinn fyrr en í fyrsta lagi eftir fimmtugt ) er það að héreftir tekur fólk mark á manni og getur ekki annað.
Marta B Helgadóttir, 25.1.2010 kl. 18:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.