20.7.2021 | 20:35
Hraðpróf á landamærunum.
Mér er það með öllu óskiljanlegt, hvers vegna ekki er tekið strax upp á því að hraðprófa alla sem fara gegnum Leiffstöð inn í landið. Niðurstaða getur legið fyrir innan hálfrar klukkustundar. Einhverjir kunna að segja að það tefji svo fyrir, en þá verður einfaldlega að setja á fjöldatakmarkanir, sem miðast við afkastagetu hraðprófanana. Vel getur verið að þessi hraðpróf séu ekki eins nákvæm og pcr prófin, en varla munar svo miklu að ekkert mark sé á þeim takandi, eða hvað?
Undirritaður er nýlega kominn til Argentínu og þar fer hver einasti farþegi í hraðpróf í flugstöðinni og er ekki hleypt út úr henni fyrr en niðurstaða liggur fyrir. Hér er búið að setja á fjöldatakmörkun flugfarþega til landsins sem miðast við afkastagetu þessara hraðprófana og ekki gefin tomma eftir í því.
Hvers vegna ekki er gripið til þessa úrræðis þegar í stað, í stað þess að fara fram á pcr próf eftir viku, er óskiljanlegt heimskum tuðara. Þar til pcr prófanna verður krafist, getur enginn sagt til um hve margir eru sýktir, eða heilir, af þeim sem hingað koma.
Skil barasta ekkert í þessu, en það er svosem ekkert nýtt af minni hálfu með þetta frekar en annað.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Biður íslenska ferðalanga um að fara í skimun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)