“Rakst á Elliðaey” ?

 Oft verður maður hvumsa við lestur frétta og verður þessi að teljast til einnar af þeim allra skrautlegustu. Blaðamaður hefur greinilega ekki minnstu hugmynd um hvað hann er að fjalla. 

 Skip verða ekki fyrir því óláni að skella á eyjum sem eru yfir hundrað metra háar og sjást í margra sjómílna fjarlægð með berum augum að degi og ratsjá í myrkri. Skip sem skellur utan í eyju er stjórnlaust skip. Brúin gæti hafa verið mannlaus, sá sem var á vakt sofandi eða svo illa á sig kominn af einhverjum ástæðum, að skipið siglir á eyjuna. Þetta er ekki flókið.

 Rannsóknarnefndin skilar sennilega skýrslu um málið í ársbyrjun 2024, ef rösklega verður á málum haldið á þeim bænum.

 “Dala-Rafn varð fyrir því óláni að rekast/skella á Elliðaey” hlýtur að vera heimskulegasta fyrirsögn sem nokkru sinni hefur komið fyrir sjónir manna, í umfjöllun um sjávarútveg.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Einn hlaut meiðsl er Dala-Rafn rakst á Elliðaey
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 26. janúar 2021

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband