9.8.2020 | 01:56
Er þetta ásættanlegt?
Í verslunargeiranum heyrist oft af tilboðum þar sem að ef þú kaupir tvennt, fáir þú það þriðja með í kaupbæti. Kostakjör, ekki satt?.
Í kóvidgeiranum er tilboðið hinsvegar á þá leið að fyrir hverja tuttugu og fimm sem látast, látast sextán á móti úr öðrum sjúkdómum, því það er ekki pláss fyrir þá í kerfinu sökum kóvidsins. Fólk ýmist forðast heilsugæsluna af ótta við smit, eða er hreinlega yfirgefið á alls kyns stofnunum og skilið eftir eins og hvert annað rusl. Hver hugsar um, eða skrifar um þetta fólk og rétt þess til jafns við öll okkur hin? Hver skrifar um lífið í fátækrahverfum heimsins, hver skrifar um aukningu glæpa og aðra óáran sem fylgt hefur auknum takmörkunum á ferðafrelsi og aðgangi að eðlilegri heilbrigðisþjónustu?. Ekki fjölmiðlar, svo mikið er víst, nema að mjög takmörkuðum hluta. Hvað veldur, er hulin ráðgáta.
Kó-óvitið hefur tekið allt yfir og ekki einu sinni sjúklingar með auðlæknanlegar pestir eða aðra ómerkilga kvilla fær lengur þá athygli eða umönnun sem þeir þurfa og farast því í algerlega óásættanlegu hlutfalli við kóvitið!
Nú hefur slagorðið um þrjá fyrir tvo, snúist upp í tvo fyrir þrjá. Trauðla telst það góður díll.
Þrír úr kóvid og tveir úr öðru og enginn segir neitt?.
Er þetta ekki að verða dulítið tvíbent alltsaman og kominn tími til að endurskoða hlutina, eða teljast tveir fyrir þrjá ásættanlegur fórnarkostnaður?
Það er eflaust ekki langt í að hlutfallið verði á pari og geti jafnvel endað með því að fyrir hverja tvo látna úr kóvid, farist þrír sem ekki voru með veiruna, gamlir sem ungir um allan heim. Nú þegar held ég reyndar að stuðullin sé kominn mun hærra, en það telst nú varla frétt, eða hvað?.
Kóvid selur svo helvíti vel þessa dagana.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Tveir fyrir hverja þrjá |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)