Argentína í gær.

 Fimm þúsund og fjögur hundruð smit staðfest, fimmtíu og tvö dauðsföll. Aðeins þeir sem eru þegar veikir eru prófaðir. Engir aðrir. Skelfileg tölfræði og á morgun , þriðja ágúst, fer hér allt á hæsta viðbúnaðarstig.

 Glæpir, morð, rán, gripdeildir og annar ófögnuður er að setja hér allt á annan endann. Að sjálfsögðu heyrist ekkert af þessu í fjölmiðlum á Íslandi eða annarsstaðar. Til þess er Argentína sennilega of langt í burtu. Þetta snýst jú ekki lengur um fótbolta og því ekki bleksins virði að nefna.

 Sennilega munu fleiri farast úr afleiðingum veirunnar hér, en úr veirunni sjálfri, þegar upp verður staðið. 

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


Bloggfærslur 3. ágúst 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband