Hvers er að sjá um “skipulag vinnumarkaðarins”?

 Þegar verkalýðsforystan er komin í þá stöðu að fyrirtæki standa eða falla með aðgerðum hennar er vandséð hvernig nokkurt fyrirtæki getur þrifist með neinni vissu. Menn og konur fara í rekstur til að hafa af því tekjur og öll fyrirtæki eru rekin með það að markmiði að skila hagnaði. Ef hagnaðurinn er enginn, er ekkert vit í að halda úti rekstri. Þetta er mjög einfalt. 

 Reikningsdæmi sem annaðhvort gengur upp eða ekki. Það fólk sem ekki skilur þessa skilgreiningu á ekkert erindi upp á dekk. 

 Engin eða sem minnst vinna virðist vera orðið helsta keppikefli “forystunnar”. Það sem við tekur eru atvinnuleysisbætur. Hvaðan ætli þær nú komi kann einhver að spyrja. “Forystan” spyr þess hinsvegar ekki, enda vel launuð á kostnað umbjóðenda sinna.

 Er ekki lífið dásamlegt?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 

 


mbl.is „Ógn við skipulag vinnumarkaðarins“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. maí 2020

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband