12.4.2020 | 02:32
Fréttir frá Jemen.
Í sturðlaðri umfjöllun vestrænna ríkja, um eigin veiruharm sem barst frá Kína, gleymist harmur margra, vítt um veröld víða.
Það virðist sorglega lítið koma við samvisku vestrænna ríkja, það sem stendur þeim fjærst. Jemen, Súdan, Írak, Afríka öll, Afganistan og hvað þetta nú allt heitir. Sádarnir fá að bomba Jemen að vild, með trumpsins nýjustu tólum( framleiddum af Rockefellurum og Rotcschildunum) og öllum er slétt sama. Ekki nema hundrað þúsund dauðir þar og hér og sennilega þrefalt það að farast úr hungri.
Veira skæð knýr dyra í heimalandi þeirra, sem láta sig þetta litlu varða.
Hvað gerist þá?
Jú, doðinnn og afskiptaleysinu gagnvart hörmungum þeirra, sem þjáðst hafa áratugum saman er kastað enn lengra út í skurð. Not my case.
Þessu tuði mínu er af veikum mætti lítilsmegnum manni ætlað að vekja athygli á því, að í afskiptaleysi okkar af bræðrum okkar og systrum úti í hinum stóra heimi, sem glímt hafa við veirur manngerðar í formi hernaðar og farsótta, hungurs og annarar vosbúðar, höfum við sem höfum það best, ef til vill gott af því að finna harm á eigin skinni, til tilbreytingar.
Svona er það að að lenda í krísu. Svona er það að horfa upp á ættingja sína deyja, svona er það að horfa upp á börn sín deyja, svona er það að missa öll tök á ástandinu!!! og hafa ekkert um það að segja.
Megi allar góðar vættir gefa landsmönnum gleðilega páska og tíma til að athuga sinn gang.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Fjórir blaðamenn dæmdir til dauða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 02:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)