Samstarf eða undirgefni?

 Í samstarfi þjóða, eða milli aðila, er tæpast hægt að tala um samstarf, nema gagnkvæmt sé af allra hálfu. Þegar einn aðili ákveður flest fyrir annan, án þess hann fái rönd við reist, er komið á ofríki og yfirgangur. Samstarf með þeim hætti eru orðin tóm og sjálfstæði þess sem skuldbundið hefur sig til undirgefni að engu orðið.

 Að á Íslandi skuli í dag finnast fólk, sem lofsyngur og dáist að fullveldisafsali eigin þjóðar, er ekkert annað en sorglegt. Þar getur tæpast annað legið undir en alger roluháttur, hugsjónagelding, von um bitlinga, eða lítilsvirðing við sjálfstæði Íslands. 

 Svei þeim sem þannig hugsa, sama hvar í flokki standa!

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Góðu samkomulagi stefnt í uppnám
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. september 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband