Augljóst markmið.

 Það er orðið deginum ljósara að full ástæða er fyrir Vilhjálm og reyndar þjóðina alla að hafa miklar áhyggjur af sínu fólki. Það er svo greinilega einhver flétta í gangi af hálfu fjármagnsaflanna og Landsvirkjunar, að það ætti ekki að dyljast neinum. Íslendingar hafa ekki orku að neinu gagni, til að flytja erlendis um sæstreng, eins og staðan er í dag.

 Til að draumur og áætlanir forstjóra Landsvirkjunar og gírugra fjármagnseigenda, sem bíða spenntir eftir því að yfirtaka sameign þjóðarinnar verði að veruleika þarf að bregðast hratt við. Fljótlegast er að setja stóriðjuna út í horn og hrekja úr landi sökum stórhækkaðs orkuverðs. Fjármagnseigendum og pólitískum einkvinavæðingaraumingjum er andskotans sama um afleiðingarnar. Það þarf ekki að fara lengra en áratug aftur í tímann til sjá það.

 Verkalýðsforystan á öll að rísa upp og mótmæla kröftuglega öllum tilraunum pólitískra amlóða og gagnslítilla embættismannamöppudýra til að gera það mögulegt að enn ein sameign þjóðarinnar lendi í höndum miskunnarlausra þjóðfélagsníðinga og fjárplógsfyrirtækja í þeirra eigu.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 

 


mbl.is Fyrirtækjum „slátrað“ fyrir sæstreng?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 29. maí 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband