Birtingarmynd öfgavinstrisins.

 Í tilefni þess að senn er áratugur liðinn frá því að hin ´´eina sanna vinstri stjórn´´ var skipuð, væri ekki úr vegi að efna til ´´málstofu´´ um þann ófögnuð. 

 Ríkisstjórnar núverandi heilbrigðisráðherra, sem miskunnarlaust laug að kjósendum sínum allt fram að kjördegi að hún ætlaði að standa vörð um hagsmuni heimilanna í landinu.

 ´´Skjaldborg heimilanna´´ var það kallað. 

 Hræsnin, hrokinn og ótrúlegt illmennsku og hefnigenið virðist erfast í pólitík. 

 Ef aumkunnar og óafsakanlegt, hljóðritað fyllerísröfl stjórnmálamanna þykir tilefni til ´´málstofu´´ á hverju ári, hlýtur að vera grundvöllur til að halda samskonar og sennilega mun fjölsóttari málstofur um framferði hérlendra kommúnista gegn alþýðu þessa lands. Alþýðu, sem þúsundum saman send var á vergang, því hinir fyrstu tæru vinstri menn snérust á sveif með hrægömmunum og peningaeigendunum, áður en haninn svo mikið sem gól eitt sinn, því stólar voru í boði.

 Hræsni kommúnista virðast engin takmörk sett, undir árvökulu auga þistilfjarðarkúvendingsins, sem engu, ekki nokkrum sköpuðum hlut hefur áorkað öðru en safna mosa í þingsölum.

 Svei þessu liði öllu saman.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Klausturmálið „birtingarmynd öfgahægris“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 21. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband