Þrefalt minna gagnsæi hjá Isavia!

 Eitt versta opinbera fyrirtæki (OHF),  í eigu almennings, sem er að hverfa inn í enn meira ógagnsæi, er Isavia. Nú skal skipta ruglinu upp í enn fleiri ´´svið´´ og rökin fyrir því eru svo loðin að það þarf hérumbil að fara inn á ´´Google translate´´ til að skilja delluna, sem vellur upp úr nýkringdum forstjóra þessa skaðræðisfyrirtækis og talar hann þó Íslensku!

 Útskýringar hans eru, ef rétt er eftir haft, svo yfirgengilega ruglings og heimskulegar að varla nokkur maður skilur bullið í honum. 

 Keflavíkurflugvöllur er að verða einn dýrasti flugvöllur veraldar fyrir flugfarþega, ef frá eru skildir einhverjir ruglvellir í handklæðahausalöndunum. 

 Ef nýráðinn forstjóri þessa fyrirtækis, þar sem ég er einhver þrjúhundraðasti og þrjátíu þúsundasti parts hluthafi í, heldur að hann geti bullað svona dellu ofan í hálsmálið á mér, skjátlast honum hrapalega. 

 Spurning hvort nú eigi að byggja undir ´´playmates´´ með svona rugli. 

 Yfirlýsingagleði og niðurbrotið í ógagnsæar einingar Isavia er áhyggjuefni og full ástæða til að láta þetta fyrirtæki okkar allra gera grein fyrir stöðu sinni á vikufresti. 

 Að öðrum kosti dettur annað ´´skúlaskeið´´ í fang skattgreiðenda áður en nokkur nær að fara með fyrsta erindið í ´´stebbi tróð strí á ströndum´´.

 OHF og Sjálfseignastofnanir ætti að banna á Íslandi. Hörmulegastu rekstrarform sem til eru, eins og dæmin sanna. Vörðuð spillingu og viðbjóði. Íslenska þjóðin er Namibísk gagnvart þessum andskotans óhroða, svo gjarnan mætti skoða sér nær, áður en farið er út fyrir landsteinana og hérlent athafnafólk hengt í beinni á niðurgreiddum ríkisfjölmiðli. 

 Undarlegur andskoti annars hve ddRÚVið sér litla ástæðu til að horfa inn á við. Og þó, rotnara verður varla nokkurt OHF.

 Góðar stundir, með hveðju að sunnan.

 


mbl.is Góður tími fyrir breytingar í rekstri Isavia
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 17. nóvember 2019

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband