Að fara annað?

 Alveg er þetta furðuleg fyrirsögn. Er þetta virkilega að gerast? Kona sem komin er að fæðingu barns síns kemur að lokuðum dyrum......skrensssssss!

 Hér hlýtur einhver að vera að grínast. Barnið er á leiðinni! Blaðamaður eða viðmælandi að bulla?

 Ljósmæður eins og allar stéttir þessa lands, eiga skilið sanngjörn laun fyrir erfiði sinna handa eða hugar. Það er t.a.m. fáránlegt að hjúkrunarfræðingur, sem bætir við sig tveggja ára námi til að gerast ljósmóðir að auki við fyrra starf, skuli lækka í launum að því námi loknu. Handberi einhverrar fallegustu stöðu sem til er. Að líkna og taka á móti lífi. Báðir endar mannlegrar tilveru og ávallt á vaktinni. Orðið ljósmóðir er fegurst orða Íslenskrar tunga að mínu mati.

 Að sjálftökulið, samsett  opinberum embættismönnum og aumkunnarverðu öryggiseftirlaunapakki stjórnar  "Ríkisins" skuli voga sér að skella skollaeyrum við þessu óréttlæti er ólíðandi. Embættismenn, þingmenn og undirsátar þeirra, sem sjaldnast virðast bera ábyrgð á gerðum sínum ættu að drullast til að skammast sín, en það mun sennilega seint gerast. Þetta lið er einungis ég, ég, ég.

 Hafandi þegið óheyrilegar launahækkanir úr kjöltu Kjararáðs, sammælist þetta lið um að leggja það niður. Tilgangnum er jú náð. Þau hafa fengið sitt. "Fuck the rest"

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Útskrifa fyrr og mæðrum beint annað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 3. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband