Tvö hundruð og fimmtán þúsund krónur á hverja ljósmóður.

 Er sú upphæð sem að ofan er nefnd, sem sennilega á að vera eingreiðsla, það eina sem út af stendur í þessu karpi?. Ef lesið er milli línanna virðist svo vera, svo samningar náist. Gott og vel.

 Ef farið er bil beggja og eingreiðslan samþykkt, af hálfu ríkisins, með því skylyrði að gerðardómur, skipaður fimm, en ekki þremur, skeri úr um sanngjarna launahækkun til handa ljósmæðra, hvað er þá vandamálið?. 

 Fimm manna gerðardómur, helst skipaður einhverjum þeirra sem hækkuðu laun þingmanna og annara opinberra starfsmanna um helling ætti ekki að vera í neinum vandræðum með að finna kostakjör til handa ljósmæðrum. Undarlegt að forystusveit ljósmæðra skuli hafna þessu. Getur verið að hún sé á leið út í skurð í heift sinni gegn viðsemjanda sínum?.

 Hefur einhver annars heyrt röflað yfir niðurstöðu kjaradóms, aðrir en þeir sem ekki nutu? Jú einhverjir píratar, en mjög margir vita að ekkert er að marka þá, enda píratar búnir að eyða hækkuninni nú þegar og ekkert að marka, frekar en afturendann á ónefndri samfylkingarkonu á Þingvöllum þann átjánda júlí.

 Það versta við svona karp, fyrir utan óþægindin öll sem verðandi og nýbakaðir foreldrar verða fyrir er það, að fæstir vita allar staðreyndir um kröfur og mótkröfur. Fjölmiðlar flytja ekki lengur fréttir, enda orðnir sorphaugur fréttatilkynninga eða hagsmuna eigenda sinna og því erfitt að átta sig á neinu á hlutlausan hátt lengur, fyrir meðaljóninn og gunnuna.

 Skil ekki að ekki skuli semjast.

 Hefði fáránlegri skrautsýningunni á Þingvöllum þann átjánda júlí verið sleppt og samkundan haldin í Alþingishúsinu, hefði mátt redda þessari deilu með því sem þar hefði sparast úr ríkiskassanum. Sjælfstæðum Íslendingum var meinaður aðgangur að Almannagjá þennan dag og skildu þar með fullkomlega vel að þeir voru ekki velkomnir, enda afgangsstærð í valdabrölti elítunnar. Því mætti nánast enginn og er það vel, miðað við "höfðatölu". Vonandi, en þó ósennilega, skildu þingpallar sneiðina. Þar mun "égið" áfram ríða röftum, sem fyrr, því miður.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Gerðardómur eins og happadrættismiði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. júlí 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband