Ekki batnar endaleysan!

 Þegar smíði nýrrar Vestmannaeyjaferju er langt komin, kemur allt í einu beiðni um breytingu á orkugjafa hennar! Eru menn gjörsamlega búnir að tapa vitinu í þessu rugli öllu saman!? 

 Hvers vegna heyrist ekkert af þessu fyrr?

 Hvað kostar þetta aukalega og hversu mikið tefur þessi nýjasta della afhendingu ferjunnar? Svona skip þarf a.m.k. 20tonn af rafgeymun, ef eitthvað vit á að vera í þessu. Þeir geymar hafa áhrif á stöðugleika og siglingarhæfni. Siglingarhæfni þar sem ekkert svona andskotans rugl var með í myndinni í upphafi, þegar skipið var hannað. Það þurfti meira að,segja ábendingu frá skipasmíðastöðinni til að benda "sérfræðingunum" á Íslandi á það, að ef ferjan væri lengd um xmetra, minnkaði djúpristan! Ekki var það nú mikið rætt, enda óþægilegt fyrir alla "snillingana" hér heima, sem ávallt telja sig vita best í heimi.

 Hvers vegna taka svokallaðir fréttamenn við svona tilkynningum, án þess að spyrja einnar einustu spurningar?. Svarið er einfalt.: þeir eru ekki starfi sínu vaxnir og hafa ekki hundsvit á flestu því sem þeir fjalla um. "Copy paste" "Copy paste" aular.

 Það er almenningur í landinu sem greiðir fyrir þvæluna, með skattfé sínu, í sveita síns andlits. Kerfisamlóðunum virðist slétt sama um það, enda leiða þeir sjaldnast hugann að því hvaðan fjármagnið kemur. Amlóðar sem fá  launatékkann, óháð öllu.

 Landeyjahafnarskrípaleiksbruðlið á eftir að reynast dýrara en jafnvel svartsýnustu afturhaldspúkum, eins og mér, hefði nokkurn tíma dottið í hug. Fáránleg staðsetning hafnarinnar er kapítuli út af fyrir sig og tæpast þörf á að fara yfir það mál allt saman. Þeir sem skitu í buxurnar með staðarvalinu eru hinsvegar ennþá innvinklaðir í óskapnaðinn!

 Hvað gerir ferjan þegar ekki er fært í Landeyjahöfn og sigla þarf til Þorlákshafnar, eða jafnvel snúa þarf við, á skipi sem eftirá var í pakkað tuttugu tonnum af rafhlöðum og sennilega tvöfaldri þeirri þyngd í mótorum?. Það er verið að tala um sextíu tonn af aukabúnaði, sem ekki var ráð fyrir gert í upphafi. Þvílík djöfulsins þvæla sem þetta er verða!.

 Þeim sem þykir þetta allt í lagi er vorkunn. Þeir skilja ekki samhengið sem felst í því að laun þeirra eru greidd af stéttum sem framleiða verðmæti. Engin verðmæti eru framleidd í opinberum rekstri. Ekki nokkur. Opinber rekstur, er kostnaður og skilar engum, engum verðmætum! Aðeins kostnaði fyrir hinn almenna launamann og fyrirtækin í landinu, eins og svo vel sést af þessari dauðans dellu, sem Landeyjahöfn er, frá A til Ö.

 Landeyjahafnarþvælan mun á endanum kosta skattborgar þessa lands þvílíka fjármuni, að sagnfræðingar framtíðarinnar munu ekki skilja rassgat í því, hvað mönnum eða réttara sagt mannleysum, gekk eiginlega til með þessu hörmulega fjármagnsbruðli og þvæluákvörðunum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Mun spara hundruð milljóna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 8. apríl 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband