" Lágmynd" (Jólakveðja)

 Þú veist ei neitt, hvað verður eða fer,

þín vitund hnípir blind á opnu sviði.

Þú sást það eitt, að sólin reis og hneig,

en samt stóð tíminn kyrr, þótt dagur liði.

 

 Sem sandur rynni gegnum barnsins greip,

var gildi alls í koti jafnt sem höllu.

Og slóðin, sem þú raktir langa leið,

er loksins horfin þér að fullu og öllu.

 

 Svo situr þú hjá líki liðins dags,

hver draumur vöku og svefns burtu máður.

Um djúp þíns hugar flýgur svartur fugl,

framandi, þögull, engri minning háður.

 Steinn Steinarr.

 Fæ tár í augun við lestur svona orðsnilldar.

 Eigið gleðileg jól og farsæld á nýju ári, vinir, velunnarar, fjölskylda og einnig þeir sem finnst ekkert í mig varið.

 Góðar stundir, með jólakveðju að sunnan. 

 

 


Bloggfærslur 23. desember 2018

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband