"Skussarnir" eru greinin eins og hún leggur sig.

 Alveg er það magnað, hve vinstri hjörðin hoppar á hvern vagninn á fætur öðrum í fáránlegum popúlisma, þessa dagana. Aðbúnaður svína hefur verið vel þekktur árum saman. Það hefur bara aldrei verið sýnd mynd af því í fjölmiðlum fyrr, á Íslandi, hverslags hörmungaraðstæður þessi dýr eru alin upp við. Ástandið í dag er ekkert verra en fyrir einhverjum árum. Hérumbil grátlegt og í raun svínslegt að horfa upp á stjórnarandstöðu sem virðist algerlega málefnaþrotin, eyða tíma Alþingis í þessa umræðu, vegna þess að mynd var sýnd af aðbúnaðinum. Fyrr má núvera málefnaþurrðin. Aðbúnaður svína er óásættanlegur. Um það deila fáir. Aðbúnaður aldraðra og öryrkja er það einnig. Ekki hafa margir þingmenn sett sig á mælendalista fyrir þeirra hönd, svo neinu tali taki. Svínin eru komin í forgang, því það "lúkkar" betur.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Birtum lista yfir skussana“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frétt eða fréttatilkynning?

 Það er lágmarkskrafa til "blaðamanna" á öllum fjölmiðlum, að þeir geri greinarmun á fréttum, fréttatilkynningum og auglýsingum. Þessi "frétt" er t.a.m. ekki frétt, heldur fréttatilkynning, sem tekið er við úr hendi "fjármálasnillinga" og skellt á mbl.is án nokkurrar umhugsunar. Þetta ber vott um algeran roluhátt, leti og slæma blaðamennsku. Nokkuð sem hjálpaði heilmikið til með að hér fór allt til fjandans 2008. Er ekki kominn tími til gagnrýninnar fréttamennsku, eða nenna fréttamenn yfir höfuð ekki að standa í slíku, þegar svo auðvelt er að fá afhentar fréttatilkynningar?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Kvika selur stóran hlut í Íslenskum verðbréfum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Eftiráspeki" og gagnrýni.

 Er ekki öll gagnrýni eftiráspeki? Það er trauðla hægt að gagnrýna eitthvað fyrirfram, eða hvað? Sjálfsagt hægt ef allt liggur ljóst fyrir, en íþessu söluferli var ekki svo. Vonandi lætur almenningur ekki glepjast af svona "útboðsdellu" þar sem elítan fær að kaupa fyrst, undir áætluðu gengi, en mylsnan er síðan seld á hærra verði til almennings. Þó hlutirnir séu "óseljanlegir" í einhvern tíma, vita allir að þetta tekur að ganga kaupum og sölum um allan bæ, upp á væntanlegan gróða. 2007 virðist tútna út á ný og flestum finnst það baraata í lagi. Við erum ekki lengur hnýpin þjóð í vanda. Við erum galin þjóð með fármálamarkaðsfjanda!

 Göðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Segir gagnrýni vera „eftiráspeki“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 13. október 2015

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband