Fćrsluflokkur: Stjórnmál og samfélag
13.12.2010 | 01:45
"Sterkt og gott fyrir Ísland"?
Eitthvađ hefur Kristni Hrafnssyni yfirsést í hérlendri pólitík, ef hann heldur ađ orđ af vörum fiskafrćđingsins Össurar Skarphéđinssonar, núverandi utanríkisráđherra Íslands, sem situr í ríkisstjórn flugfreyju og jarđfrćđings, án ţess ađ ég sé ađ gera lítiđ úr ţeim starfsstéttum, hafi einhverja merkingu á alţjóđavettvangi?. Er Kristinn ekki međ öllum mjalla? Hélt hann vćri talsmađur opinnar umrćđu, en ekki fíflagangs og niđurlćgingar eigin ţjóđar. Góđar stundir.
![]() |
Skorar á Össur |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
3.12.2010 | 11:37
Viljayfirlýsing eđa raunverulegur samningur?
Ţađ mun eflaust skýrast "á nćstu dögum" hvort hér er um raunverulegan samning ađ rćđa, eđa einfalda viljayfirlýsingu um ađ viđkomandi ađilar muni reyna ađ útfćra ţetta á ţann hátt sem stjórnvöld óska. Atburđarrás undanfarinna daga í viđrćđum stjórnvalda, lífeyrissjóđa og annara sem ađ ţessu koma hefur nefnilega veriđ ţannig, ađ varla er hćgt ađ verjast öđru en leyfa sér ađ efast um ađ ţessi björgunarađgerđ sé litiđ annađ en hálfkveđin vísa og enn sé talsvert í land međ endanlegar lausnir, ţví miđur. Góđar stundir.
![]() |
60 ţúsund heimili njóta góđs af |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
20.11.2010 | 03:35
Frétt, eđa ekki frétt?
Ţađ er náttúrulega ekki frétt lengur ađ ófćrt sé í Landeyjahöfn. Ţađ sjá ţađ flestir ađ fréttir um ekki-siglingar í Landeyjahöfn, eru engar fréttir lengur. Nú er ţađ hins vegar frétt ef sigla á til Ţorlákshafnar. Fer ţetta allsherjarklúđur ekki senn ađ skipa ţann sess ađ ekkert sé fjallađ um ţađ lengur eđa er Morgunblađiđ orđiđ ađ einhverskonar samgönguupplýsingapésa? Af hverju er ţá ekki getiđ síđustu ferđa í Ţorlákshöfn međ rútu, eđa nćstu ferđar á Hornafjörđ....međ rútu?
![]() |
Herjólfur siglir til Ţorlákshafnar |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
14.11.2010 | 06:32
Frábćrir tónleikar!
Tuđarinn brá sér á tónleika međ Gildrunni, í Austurbć á föstudagskvöldi ţessarar helgar. Hef alltaf haft gaman af ađ hlusta á ţessa kraftmiklu sveit, en aldrei orđiđ ţess heiđurs ađnjótandi ađ hlusta á hana svona beint í ćđ. Ţađ er skemst frá ţví ađ segja, ađ ţessir tónleikar voru ađ stćrstum hluta ein allsherjar hrollköld gćsahúđ fyrir ţann er unnir ţéttu rokki, frábćrum söng og góđum hljóđfćraleik. Hörkukeyrsla, ţétt spil og lagavaliđ gott yfirlit yfir ţađ helsta sem sveitin hefur áorkađ gegnum tíđina. Birgir, söngvari sveitarinnar er án efa kraftmesta rödd sem kvatt hefur sér hljóđs í hérlendu tónlistarlífi og ţegar drengurinn sá ţenur barkann, er ekki annađ hćgt en ađ hrífast međ. Ţvílíkur Fídonskraftur! Ţessi mikli slagkraftur söngvarans og frábćr gítar, bassi, hljómborđ og dúndrandi trymbill gerđu kvöldiđ ađ fimm stjörnu upplifun. Til hamingju Gildran! Góđar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:51 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
9.11.2010 | 02:10
Heiđarleg "geimvera".
Hvort Gnarrinn er geimvera eđur ei, verđur ţó ađ virđa honum ţess til viđlits ađ hann er ađ minnsta kosti heiđarlegur. Hann er ađ gera nákvćmlega ţađ sem hann lofađi kjósendum sínum fyrir kosningar. Ađ standa ekki viđ nein kosningaloforđ. Ísbjörn í húsdýragarđinn, eitthvađ fyrir róna, annađ fyrir aumingja og fleira í ţeim dúr. Jón Gnarr er einhver heiđarlegasti stjórnmálamađur sem hefur komiđ fram á Íslandi í mörg ár. Hefđi nú reyndar viljađ sjá hann svíkja ţetta međ ísbjörninn, altso standa viđ ţađ, en svona er ţetta bara. Geimverur vita sennilega ekkert um skipulagningu almenningsgarđa. Skil ekki ţennan ćsing yfir frammistöđu Gnarrsins. Getur veriđ ađ margir af ţeim sem kusu hann séu farnir ađ finna fyrir asnaeyrunum ţrengja sér leiđ í gegnum höfuđleđriđ eđa er ţetta bara partur af öllu bévítans bullinu sem nú ríđur yfir ţessa guđsvoluđu ţjóđ? Góđar stundir.
![]() |
Geimvera í íslenskum stjórnmálum |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
19.10.2010 | 06:50
56°27´ Sudur, 67°00´Vestur.
Stadsetningin hér ad ofan hljómar ef til vill ekki sem mjög sunnarlega á hnettinum, en er engu ad sídur um 30 sjómílum sunnan vid Cape Horn, eda Hornhöfda, sydsta odda veraldar, ádur en Antarktika tekur vid, í um 470 sjómílna fjarlaegd í sudri. Á thessum stad erum vid staddir thessa stundina í haeglaetis vedri en mjög thungum sjó, med tilheyrandi veltingi. Hér er meiningin ad eyda eins og tveimur dögum vid veidar ef eitthvad faest, eda thar til fer ad hvessa, en thá er eins gott ad hundskast hédan i hvelli á "fullu kani" nordur eftir aftur. Cape Horn er reyndar eyja, um tvaer sjómílur a breidd og um fimm á lengdina, eda adeins staerri en Heimaey, ad ég held og eins og á Heimaey gnaefir Hornhöfdi med svipudum haetti og Stórhöfdi haest, a sydsta hlutanum. Thad sem helst gerir thetta hafsvaedi svona vidsjárvert er mikid grunnsaevi og straumar sudur af Cape Horn og eyjunum nordan hans og eins maetast hér Atlants og Kyrrahaf á frekar thröngu svaedi. Thad er magnad ad finna hve allar hreyfingar skipsins breytast eftir thví sem sunnar dregur og thung undiralda Kyrrahafsins fer ad hafa sín ahrif. Atlantshafsmegin er sjólagid mikid sléttara og ekki laust vid ad sumir menn hér um bord hafi komist ad thvi dýrkeyptu, hvert vid erum komnir, thegar hlutir sem ekki hafa haggast á bordum og í hillum vikum saman, fara skyndilega ad hrynja fram á gólf og menn jafnvel ad velta fram úr kojum sínum í fastasvefni. Manolo adstodarkokkur er svo smávaxinn ad hann sefur thversum í sinni koju, slapp reyndar alveg vid ad detta framúr, en their voru nokkrir sem fengu skell í dag. Sumir kvarta svo mikid yfir veltingnum ad their alverstu telja sig vera farna ad horfa út um rassgatid á sér, hvernig svo sem their fara nú ad thví. Thad sem Tudarinn veltir helst fyrir sér thessa stundina er hins vegar thad, hvar Atlantshafinu sleppir og Kyrrahafid tekur vid, svona formlega, á thessum slódum. Verid ad reyna ad Googla thad og Yahooast og vonandi faest einhver nidurstada í thetta fljótlega. Thad er nefnilega afspyrnu slaemt afspurnar ad vita ekki í hvoru hafinu madur er staddur og er nú unnid hördum höndum ad thví ad reyna ad fá botn í thetta. Thar til thad er á hreinu, sendi ég bara mínar bestu kvedjur hédan úr sudurhöfum. Gódar stundir.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:55 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
18.10.2010 | 07:51
Ađ hátíđ fari ađ höndum?
Fara hátídir ad höndum? Bera hátídir ekki ad höndum? Thad leidréttir mig ef til vill einhver sem betur veit um thetta. Hef reyndar oft heyrt ad hátídir fari úr böndum og sennilega er jólahátídin ein af theim, thegar farid er ad hrúga upp jólaskrauti í október. Ekki veitir af ad fá kúnna í stóra, ljóta, bláa kassan med gulu, stóru stöfunum á göflunum. Ad thetta skraut lýsi og lífgi upp á tilveruna hjá einhverjum, má vel vera, en ef thad er eitthvad sem gerir Tudaran afhuga öllu jólabrölti, er thad svona della sídsumars. Litli drengurinn á myndinni, med skrautkúluna í hendi sér, er hins vegar klókur, thví hann er sennilega sá eini á Íslandi sem faer eitthvad endurgreitt frá eigendunum. Gódar stundir.
![]() |
Jólaskreytingarnar eru komnar upp í IKEA |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 07:56 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (2)
16.10.2010 | 08:16
Netleysi, Jafadllajödll og andlát Pepe.
Thad er ekki tekid út med saeldinni, thegar Internetid dettur úr sambandi hér um bord. Vid erum núna staddir á einhverju gráu svaedi á mörkum allra tenginga og thví hefur sáralítid verid haegt ad fylgjast med fréttum og tuda um allt og ekki neitt undanfarid. Sem stendur erum vid staddir um 110 sjómílur NA úr Cape Horn og ef vedurspáin verdur hagstaed getur verid ad vid verdum sunnan vid Hornhöfdann á morgun eda hinn. Hér er vor í lofti, thó enn komi hér einstaka snjóél. Verid einstaklega gott vedur í thessari ferd og sáralítid um stórvidri, í thessum annars bölvada vindrassi. Reiknad er med okkur inn til Ushuaia thann 28. október, svo thad styttist í lok ferdarinnar. Spurning hvort aetti ekki ad bjóda mönnum áfallahjálp og laeknisskodun eftir svona úthald, innilokadur med hátt í hundrad manns af ýmsum thjódernum allan thennan tíma. Ég meina, thad eru menn frá thremur heimsálfum sem nota sama klósett og ég, svo daemi sé tekid. Sama súpan hvern einasta dag og pizza á föstudögum, en thad er sá dagur vikunnar sem madur réttir af tímatalid hjá sér, svona med vikudagana. Pizzur thessar fara hins vegar frekar illa í maga, med theim afleidingum ad á stundum er althjódleg bidröd á "TMHWDR.", eda "The Multicontinental Human Waste Disposal Room"thar sem bannad er ad setja pappírinn med, heldur skal hann settur í thar til gerda fötu vid hlidina. Virkilega "intresant". Spurning hvort ekki eigi ad hífa menn, einn í einu, í thar til gerdum hylkjum í land, thegar komid er til hafnar. Edgardo annar stýrimadur búinn ad vera í essinu sínu thennan túrinn og alveg hreint bandbrjáladur út í mig og Jafadllajödll. Ég hef fyrir einskaera tilviljun rúllad upp allri áhöfninni med tippinu mínu. Er búinn ad tippa á langflesta rétta leiki í argentínska fótboltanum fram ad thessu og thad fer ekki vel í strákana, en thó sýnu verst í Edgardo, sem vermt hefur efsta saetid af nokkru öryggi thar til nú. Bara hundur í karlfjandanum undanfarid, svei mér thá. En thad er ekki tippid mitt sem ergir hann mest, heldur daudi Pepe födurbródur hans. Sá ku víst hafa látist úr kulda og stendur Edgardo á thví fastar en fótunum ad thad sé allt eldgosinu í Jafadllajödlli ad kenna. Gosmökkurinn hafi hrundid af stad slíkum og ödrum eins kuldum um allan heim ad meira ad segja í Coreandes í nordurhluta Argentínu, hafi fólk farist úr kulda. Pepe fraendi hans thar á medal. " Mí onkel Pepe livd ol his laef in Coreandes. Coreandes is a varm pleis, jú nó, sönsjaen end oll, móst of de jer. Dis vinter after de Jafadllajödll volkanó keim de kóldest vinter ever. It ken not bí a kóinsidens." Thad verdur engu tauti komid vid karlinn med thetta og ekki annad ad gera fyrir mig en ad votta honum samúd mína, sem dugar thó skammt, thar sem ég er mikid betri í tippinu en hann og thad tholir hann ekki. Gódar stundir.
16.10.2010 | 07:14
En tvöföldun lána?
Allt virdist á sömu bókina, er kemur ad stödu skuldara. Algerlega varnarlausir gagnvart kröfuhöfum og virdist engu gilda hverjar adstaedur eru. Ef nidurfaersla skulda er bótaskyld gagnvart kröfuhöfum, hvers vegna er thá óedlileg haekkun lána gagnvart greidanda ekki einnig bótaskyld? Hvernig aetli stjórnvöld taekju á thví ef allar skuldir hefdu af einhverjum ástaedum laekkad um helming? Hver baeri thann skada? Ég bara spyr. Gódar stundir.
![]() |
Niđurfćrsla talin bótaskyld |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
16.10.2010 | 06:42
"Óhagstćđar og óvenjulegar ölduáttir"???.
Sjaldan hefur aumlegri afsökun litid dagsins ljós en fyrirsögnin hér ad ofan. Hvernig eru óhagstaedar og óvenjulegar ölduáttir vid sudurströnd Íslands? Er búid ad finna upp einhverjar nýjar áttir? Koma öldurnar ad ofan eda nedan, sem koma mönnum svona i opna skjöldu? Ja hérna bara. Ég skal nú barasta segja ykkur thad. Thessi afsökun fer í heidursflokk aulaafsakana, en thar má medal annars finna afsökun ónefnds íslensks spjótkastara, sem á sínum tíma var spád verdlaunum á Ólympíuleikum. Ástaeda slaks gengis var ad hans sögn.: "Óhagstaett nidurstreymi á leikvanginum fyrir örvhenta spjótkastara". Gódar stundir.
![]() |
350 milljónir í Landeyjahöfn |
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 06:44 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)