Færsluflokkur: Stjórnmál og samfélag

Fyrstir með fréttirnar!

Alveg er það magnað hvað mbl er "snöggt" með fréttirnar! Atburðir varla afstaðnir og fréttin komin í loftið. Þvílík gargandi snilldarfréttamennska. Ég hafði satt að segja ekki hugmynd um þetta, frekar en aðrir sem sáu, lásu og vissu af þessu fyrir mörgum dögum.

Ja hérna bara. Íslenskri blaðamannastétt og þó sérstaklega þeirri "mblísku" fer fram með hverjum deginum.

Góðar stundir


mbl.is 17 milljónir söfnuðust
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ólafur Ragnar Grímsson.

Sem ég stóð upp eftir áramótaávarp forseta Íslands, herra Ólafs Ragnars Grímssonar, fann ég til einhverskonar ónotahrolls. Ekki vegna ávarps Ólafs, sem mér þótti eitt hið besta sem sá er þetta ritar hefur hlustað á úr Bessastaðastofu á þessum degi ár hvert, heldur þess að óvissan um það hver flytur næsta ávarp nagaði mig á einhvern undarlegan hátt. Tek ofan hatt minn fyrir Ólafi Ragnari Grímssyni. Áramótaávarp það er rann úr hans ræðuranni í dag, verður seint toppað. Beinskeitt, hárbeitt og hnitmiðað, án nokkurs fagurgala, meira en normalt getur talist. Þakka þér Ólafur fyrir þín störf og hreinskilni. Það er þó nokkuð ágætt að þjóðin viti að minnsta kosti eitt fyrirsjáanlegt atvik á næsta ári, fyrir utan eldgos, ömurlega pólitík og annan ófögnuð. Farvel Ólafur. Þú hefur staðið þig upp og niður, en toppaðir með snilld! Þakka þér forsetuna og reikna með að þú kíkir í kaffi einhvern daginn. Það eru ekki nema sex hús á milli okkar og til að hleypa fjöri í umræðuna má alltaf sækja Jón Baldvin yfir lækinn.
Góðar stundir.
mbl.is Embættið pólitískt eftirsóknarverðara
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"Úr myndasafni"

Það er bæði fróðlegt og ánægjulegt að heyra að hérlend skip skuli fá að veiða þetta magn af þorski í Barentshafi á næsta ári. Það væri líka ánægjulegt, ef fréttamenn mbl gætu nú sett inn mynd með svona frétt, sem sýnir þorskveiðar. Eitthvað hefur myndaveljaranum fatast flugið með þessa mynd úr myndasafninu. Þetta er nefnilega mynd frá rækjuveiðum! Ekki það að svona lagað haldi fyrir manni vöku, eða valdi annari vanlíðan. Sýnir hins vegar hálfgert metnaðarleysi að mínu mati.

Annars allt í gúddí hér til fjalla. Óska öllum landsmönnum nær og fjær árs og friðar og megi næsta ár verða betra en það sem nú er að líða, þó það hafi ef til vill ekki verið neitt sérstaklega verra en einhver önnur. Munið að horfa ekki ofan í skotkökurnar, notið hlífðargleraugu og varist að sprengja hvort annað í tætlur um áramótin.
Góðar stundir.
mbl.is Um 13.500 tonn af Norðuríshafsþorski
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Safarík frétt.

"Harðar deilur um fimm hunda voru til lykta leiddar fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur í dag."

Það má með sanni segja að þessi frétt sé bæði greinargóð og vel upp sett. Veitir lesendum mbl góða innsýn í málefnið og framsetning öll til fyrirmyndar. Tuðarinn er margs vísari eftir lesturinn. Takk fyrir mig og góðar stundir.
mbl.is Gert að afhenda fimm hunda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Er of seint að fara í veiði?

Þessi færsla er neyðaróp til stangveiðimanns í Borgarnesi, sem elskar fluguveiði, skák, köflótta hesta og annað sem kann að gleðja mannsins hjarta. Er stangveiðiárið 2011 virkilega liðið og hvergi hægt að dýfa flugu í sprænu , vatn eða læk lengur á þessu ári? Komment óskast hið snarasta!

Búinn að missa af vagninum?

Á eftir Helga Hóseassyni sem mótmælanda númer eitt á Íslandi, hlýtur Hörður Torfason, sá mæti maður , að teljast verðugur mótmælandi númer tvö. Ólíkt Helga heitnum, sem aldrei lét deigan síga, er hins vegar hætt við að mótmælandi númer tvö hafi þegar misst af svo mörgum vögnum, að varla muni þúsundir manna endurróma áskoranir hans n.k. laugardag. Populistar eru "out of date" þessa dagana og gildir þá engu hvar í flokki eða á mannamótum ætla að vera með einhverskonar "comeback".  Þetta er útvatnað trix og virkar ekki lengur, því miður.
mbl.is Efna til fundar á Austurvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Prentillupúkinn.


mbl.is Kosið um unga bónda ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Frá hjartanu?

Urriðakynlífsfræðingurinn og fyrrum ritstjóri Þjóðviljans, sem nú gegnir hlutverki utanríkisráðherra, sem vill innlima Ísland í skrifræðisskrímsli Evrópu, sér ekkert athugavert við að viðurkenna sjálfstæði Palestínu og miða við landamæri ársins 1967. Bara svona einhverskonar "gut feeling" eða frá hjartanu eins og hann segir, án neinna frekari skýringa. Maður sem ekki getur einu sinni unnt eigin landi að halda sjálfstæði sínu, ætti ekki að gaspra um annara landa örlög eða samþykktir. Væri ekki nær að klára garðinn heima hjá sér, áður en spólað er í görðum hins vegar á hnettinum? Hrikalega er niðurdrepandi að fylgjast með hérlendri pólitík þessa dagana. Stjórn, óstjórn, stjórnarandstaða................frussssssssssssssssssssssssssssss.  
mbl.is Viðurkenning á fullveldi ekki skaðleg
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

"So what"?!

Að þetta skuli vera ein af tíu efstu fréttunum á mbl.is gæti hugsanlega verið ein af ástæðum þess, að þetta fyrrum fjölmiðlaveldi standist ekki lengur kröfur um rekstrarafkomu og skulbindingar gagnvart lánveitendum. Það er nefnilega hægt að lesa um svona dellu nánast hvar sem er fyrir ekki neitt, fyrir þá sem það vilja, en fjölmiðill sem vill láta taka sig alvarlega setur ekki svona froðu á forsíðu sína. Sennilega eru dagar Morgunblaðsins taldir og er það miður, en ekkert fyrirtæki er eilíft og það koma ávallt aðrir í stað þeirra sem ekki standa sig sem skildi. Skiptir þár litlu máli hvað karlinn í brúnni heitir.
mbl.is Elskar að vera allsber
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Olía, mannslíf og evrópuumsókn.

Mikið er Íslenska þjóðin rík að eiga svona frelsishetjur sem sækja fundi um valdbeytingu og hernað gegn öðrum þjóðum. Svona svipað og Dóri, Dabbi og Írak. "If you know what I mean". Þvílik þjóðargersemi að eiga fyrrum kommúnista, ritstjóra Þjóðviljans, fremsta núlifandi Þingvallavatnsurriðakýnlífsfræðing, á fremstu vígstöðum á erlendri grundu, er kemur að hernaðarbrölti, vopnasölu og afsali sjálfstæðis eigin þjóðar.  Annað eins göfugmenni og gleðigjafa lýðræðis og skjaldborgar heimailanna verður sennilega seint toppað á himni pólitískrar dásemdar. September er nýgenginn í garð, en Össur er ekki enn kominn heim. Hvað veldur?  Gaman að ferðast?

 

Hver borgar?

 

Bara spyr.

Góðar stundir.


mbl.is Auka þrýsting á Sýrland
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband