30.9.2015 | 00:27
Ekki búið að redda fjármagni?
Er það frétt að einherjir draumhugar hafi uppi mikil áform, en eigi ekki nægan pening fyrir draumum sínum, enn sem komið er? S8? Hljómar þetta ekki kunnuglega ? Hvað ætli félögin frá S1 til S7 eigi mikið í S8, sem á siðan félögin S9 til S129? Blaða og fréttamenn, ásamt fjölmiðlunum sem þeir starfa hjá, eru ekki lengur trúverðugir. Svona þvæla endar með stórri efnahagslegri bombu! Ætla fjölmiðlar að drulla upp í sig á nyjan leik, eða fara að vinna vinnuna sína? Ég lýsi hér með allsherjar frati í fjölmiðla. "Copy paste" og "Google translate" er ekkifréttamennska.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Byggja stærsta hótel landsins |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 01:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.9.2015 | 16:55
Í "yfirgefnum" pappakassa?
Skelfilegt að fólk skuli gera svona lagað. Þetta er hins vegar í fyrsta sinn sem ég heyri talað um yfirgefinn pappakassa. Vonandi tekst lögreglunni að finna hina íbúa kassans.
Góðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Barn fannst í pappakassa |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
23.9.2015 | 02:52
Skattpíning hins opinbera.
Tryggingargjald, það sem atvinnurekendur greiða, er í dag 7,49 prósent. Var 5,34 prósent fyrir hrun. Munurinn 2,15prósentustig, en íraun nálægt 40 prósenta hækkun! Hvað eru 2,15prósent stór hluti af 7,49 prósentum? Burséð frá öllu atvinnuleysi, er tryggingargjaldið orðið þvílíkur baggi á fyrirtækjum í dag, að ef ekki kemur til veruleg leiðrétting á þessum skatti, hið fyrsta, er ljóst að holskefla gjaldþrota minni og meðalstórra fyrirtækja blasir við. Það er ekkert annað en hörmulegt að hafa troðið marvaðan gegnum efnahagsþrenginar undanfarinna ára, en þurfa að pakka saman og hætta rekstri, nú loks er sést til sólar, sökum óbærilegrar skattheimtu hins opinbera. Þessi ríkisstjórn er engan veginn að standa sig í stykkinu, er kemur að aðhlynningu smárra og meðalstórra fyrirtækja, sem þó höfðu burði og getu fram að bjargabrúninni, að standa af sér storminn, en greiða jafnframt sinn skatt, meðan ástandið var að jafna sig út. Sennilega sér ríkisstjórnin smá og meðalstór fyrirtæki í sama ljósi og aldraða og öryrkja.: Það er alltaf hægt að klípa af þeim, það koma einfaldlega aðrir í staðinn.
Goðar stundir, með kveðju að sunnan.
![]() |
Vilja sjá tryggingargjaldið lækka |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)