Á að bjarga fávitum, eða leita að þeim?

 Það er sorglegt að horfa upp á svona lagað. Svipað atvik átti sér stað á gosstöðvunum, þegar einhver fáráðurinn steig upp á logandi hraunbrúnina til að láta ná góðri mynd af sér.

 Liðsmenn björgunarsveitanna hafa innt af hendi ómetanlegt starf að undanförnu við gosstöðvarnar í Geldingadölum. Ekki beiðst nokkurs í staðinn annars en þess að fólk hagi sér skynsamlega og sé ekki að láta eins og hálfvitar. 

 Það ætti að afhenda hverjum einasta túrhesti sem til landsins kemur upplýsingum um það, að ef einhver fer að haga sér eins og fáviti, geti sá hinn sami ekki með neinu móti átt von á björgun, eða leit að líkamsleyfum hans. Íslendingum ætti einnig að gera grein fyrir þessu.

 Líf og limir björgunarsveitafólks okkar á aldrei að leggja í hættu fyrir fávita. Fávitar í náttúru Islands, innlendir sem erlendir, eru ekki björgunarinnar virði, hvað þá að leitað sé að hræjum þeirra, þegar illa fer í fíflaganginum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Glæfraleikur við Dettifoss
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband