Hvað er verðmætið?

Það er engu líklegra en að vel "sjóaður" stjórnmálamaður hafi skrifað þessa frétt. Það má endalaust buna út upplýsingum um prósentur og aukið magn. Þær tölur skipta hins vegar ekki nokkru einasta máli, nema með fylgi hvort meira eða minna fékkst fyrir aflann. Grunar að krónurnar séu fleiri, en að um "jafnstöðu" eða jafnvel talsverða lækkun sé að ræða ef dæmið er borið saman við erlendan gjaldeyri. Væri til dæmis athyglisvert að heyra hvort verðmætið væri nægt, í dollurum talið, til að kaupa íbúðina hans Jóns Ásgeirs á Manhattan og ef svo væri meira en nóg, hve oft.
mbl.is Afli og verðmæti aukast
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sindri Karl Sigurðsson

Sæll.

Nei það er nú tilfellið, í einu orðinu er talað um krónur og í hinu um evrur. Aukið verðmæti í krónum segir lítið í skuldahítina, ef hítin sú arna er í öðrum gjaldmiðli.

Minni veiði er einfaldlega minni tekjur. Skil ekki alveg þessi rólegheit varðandi skerðingar á heimildum í nánast öllum fisktegundum, sem heimilt er að veiða. Kannski birtist eitthvað annað... Einhverntíma...

Sindri Karl Sigurðsson, 15.10.2009 kl. 02:33

2 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

Það gæti farið svo að við þurfum að smala nokkrum veiðimönnum í klakveiði, stangveiði í Norðlingafljóti einhvern næstu daga, ertu hérna meginn á kúlunni?

Högni Jóhann Sigurjónsson, 18.10.2009 kl. 12:21

3 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Sæll Högni. Þakka gott boð. Er staddur hérna megin á kringlunni fram á laugardag, en flýg þá aftur á hinn endann og verð fram í nóvember. Hefði verið frábært að renna í Norðlingafljótið, en það verður að bíða betri tíma. Er visss um að Brattur myndi ekki láta sig muna um að renna í svona leiðangur, enda einungis úr Borgarnesi að fara fyrir hann. Bestu kveðjur frá Tuðaranum.

Halldór Egill Guðnason, 22.10.2009 kl. 02:04

4 Smámynd: Högni Jóhann Sigurjónsson

OK

Högni Jóhann Sigurjónsson, 22.10.2009 kl. 09:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband