Fáránleg utankjörstaðarkosning!

Í fyrramálið brunar Tuðarinn áleiðis til Eldlandsins á ný, eftir rúmlega tveggja mánaða "afslöppun" í kreppulandinu, hér á hjara veraldar. Eitt af síðustu embættisverkum kvikyndisins fyrir brottför var að kjósa til Alþingis hjá fógetanum í Reykjavík. Þar tóku á móti mér elskulegar konur sem afhentu mér tilskilin gögn og upplýsingar, svo ég gæti nú notað þetta auma atkvæði mitt til að velja á komadi þing. Meðal gagnanna var upptalning á þeim listum sem komnir eru fram og fengið hafa listabókstaf. Þetta var hellingur af bókstöfum fyrir hina ýmsu lista og ljóst að það er bara þó nokkuð margt í boði, þó misgott sé. Það er hins vegar algerlega fáránlegt að frestur til að skila inn framboðslistum og sækja um listabókstaf RENNUR ÚT 16. APRÍL.! Með öðrum orðum gæti sú staða komið upp að einhverjir þeirra lista sem búnir eru að fá listabókstaf, nái ekki tilætluðum meðmælendafjölda og svo hitt að enn er möguleiki á að fram komi listi sem Tuðaranum og jafnvel fleirum sem kjósa utan kjörfundar, líki ef til vill best af öllum, en geta ekki kosið þar sem listinn var ekki til, er utankjörfundur fór fram og atkvæðaseðlinum var rennt niður í kjörkassann. Tuðarinn veltir því nú fyrir sér hvort hægt sé að finna fjandans umslagið með atkvæðinu hans, gera það ógilt og krefjast þess að fá að kjósa aftur ef fjöldi framboða eykst fram að 20. apríl. Þetta er ekkert annað farsi og ekki nema von að umheimurinn hlægji að okkur vesalingunum hér á "bestasta landi í heimi". Er hægt að drulla öllu meir í brækurnar í kosningum en láta kosningar hefjast, ÁÐUR EN LJÓST ER HVERJIR ERU 'I FRAMBOÐI?

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Meira tuðið alltaf í þér

Góða ferð til ðe land of fæer

Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 15:48

2 Smámynd: Brattur

Þetta er nánast eins og að klæða sig í stígvélin fyrst á morgnanna, áður en maður fer í fötin...

Brattur, 1.4.2009 kl. 20:58

3 identicon

Heyrðu frændi, þetta vildi þjóðin !!! þetta var það sem mótmælin gengu út á, kosningar hið fyrsta, það mátti ekki bíða til haustsins. Fjárans bráðlætið alltaf hreint.

Margrét Össurardóttir (IP-tala skráð) 8.4.2009 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband