Kostar eins og Range Rover

Branson er einstakur maður. Vonandi að þetta ævintýri verði að veruleika og gefi fleirum kost á að svífa í geimnum, en þrautþjálfuðum hamborgaraætum og vodkasvömpum, þó ekki sé nema í nokkrar mínútur. Þegar flogið er með Virgin Atlantic flugfélaginu, sem einnig er í hans eigu, er sýnt mjög fróðlegt myndband um þessa skutlu. Tuðarinn er þegar farinn að safna vildarpunktum. Það hlýtur að vera stórkostlegt að reyna þetta. Verðið er kannski ekki á hvers manns færi, en ef Tuðarinn ætti tólf milljónir og ætti að velja á milli svona ferðar og Range Rover .....tja, hvað gerði maður þá? 
mbl.is Branson kynnir nýja geimflaug
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Við færum út í geim, ekki spurning, það má alltaf aka um á Musso.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.1.2008 kl. 13:58

2 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þótt ég fengi ferðina fría, þá færi ég ekki út í geim, fyrr en minn tími væri kominn.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 24.1.2008 kl. 14:32

3 Smámynd: Brattur

... það væri gaman að sjá Tuðarann skjótast út í geiminn og blanda geði við hinar stjörnurnar... ætlar þú þá ekki að vinka mér vinur?

Brattur, 24.1.2008 kl. 22:11

4 Smámynd: Marta B Helgadóttir

Morning sunshine!

Marta B Helgadóttir, 26.1.2008 kl. 00:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband