Kjóstu og þú kemst í partý!

 Skínandi gott framtak og vonandi til þess fallið, að fleiri yngri kjósendur noti atkvæðisrétt sinn. Átti sig á því að verið er að kjósa um framtíð þeirra, meðal annars. Ungt fólk getur nefnilega haft heilmikið að segja, um framtíð sína, ef það mætir á kjörstað.  

 Tuðarinn er hinsvegar hugsi yfir því, að ekki sé lengur hægt að koma kjósendum á kjörstað, nema með boði í partý. 

 Partýið er kosningin sjálf og ef fólk nennir ekki að mæta, nema fyrir gylliboð um veislu, fría drykki og "sjálfur", er illt í efni.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Kjóstu til að komast í kosningapartý ársins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Marta B Helgadóttir

"Auktu leti mína" sagði gamla fólkið stundum við mann og bað þá helst um að rétta sér eitthvað. Nú hefur þetta snúist við, nú er aukið á leti ungs fólks - og það varðandi kjörsókn.

Á æskuheimilinu hefði það að hunskast ekki til að kjósa, einfaldlega skilgreinst sem ómennska og varðað við útivistarbann.

Marta B Helgadóttir, 19.10.2017 kl. 23:50

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Mæltu manna heilust, Marta! 

Halldór Egill Guðnason, 21.10.2017 kl. 01:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband