Hringja engar bjöllur?

 Til stendur að opna þetta glæsilega hótel, árið 2018. Í dag er maímánuður langt genginn og árið er 2016. Í kynningu um hótelið segir að endanlegt útlit liggi ekki alveg fyrir, en samt kynnir majorinn yfir höfuðstaðnum þessa framkvæmd, eins og hún sé orðin að veruleika. Fjármögnun er ekki einu sinni lokið! Majorinn yfir höfuðstaðnum veit ekki, frekar en aðrir, hverjir eru að fara að byggja þetta hótel. Einn stærsti og mest lesni fjölmiðill landsins, fullyrðir með stríðsletri á forsíðu sinni, að einn ríkasti maður heims sé þátttakandi í þessu ævintýri. Enginn virðist samt geta sagt til um, með vissu, hver sé í raun að fara að byggja þetta hótel. Hótel, sem hefur enn ekki verið fullhannað, né fjármagnað. Er ekki nóg að hafa eina Hörpu við höfnina í höfuðstaðnum? Á að henda öðru mannvirki í hausinn á almenningi, til borgunar, við hliðina á hinu skaðræðinu, sem aldrei hefur og aldrei mun, standa undir sér. Harpan er vissulega glæsileg bygging, en á sama tíma ljúfsár minnisvarði um fáránleikann sem grasseraði í upphafi aldarinnar. 

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is Birti teikningar af Marriot hótelinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elle_

Ekki lítið af peningum sem bærinn ætlar að eyða, kannski úr vösum okkar.  Eiginlega villt.

Elle_, 21.5.2016 kl. 00:29

2 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

"You aint seen nothing yet"

Halldór Egill Guðnason, 21.5.2016 kl. 01:39

3 Smámynd: Jónas Ómar Snorrason

Sé eiginlega ekki vandamálið. Ef einhver vill byggja eithvað, sama hversu vitlaust það er og fyrir þeirri byggingu er ákveðin ábyrgð gagnvart viðkomandi sveitarfélagi, þá spyr ég, hvert er vandamálið? 

Jónas Ómar Snorrason, 22.5.2016 kl. 21:14

4 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Vandamálið er að þegar "einhver" vill byggja, en fer svo á hausinn, lenda skuldbindingar þessa "einhvers" oftast á almenningi, Jónas. Hefurðu gist í öðru sólkerfi undanfarið, eða ertu ekkert að fylgjast neitt sérstaklega vel með?

Halldór Egill Guðnason, 30.5.2016 kl. 02:03

5 Smámynd: FORNLEIFUR

Greinilega nóg af stöðum að betla við og tína flöskur þegar maður er orðinn gamall. Vissi ég ekki að Íslendingar væru svona ríkir? Það jafnast ekki á alla þjóðina.

FORNLEIFUR, 30.5.2016 kl. 07:15

6 Smámynd: FORNLEIFUR

Dagur ábyrgist þetta allt! Alveg fram á nótt.

FORNLEIFUR, 30.5.2016 kl. 07:17

7 Smámynd: Halldór Egill Guðnason

Já Fornleifur, fram á rauða nótt. Það verður hart barist um flöskurnar, á hafnarbakkanum í framtíðinni, svo mikið er ljóst. Spurning að gera ráð fyrir tjaldbúðum í grenndinni, hjá Major Degi.

Halldór Egill Guðnason, 1.6.2016 kl. 01:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband