Helgi í Góu.

Helgi í Góu hefur verið einn af mínum eftirlætismönnum, alveg frá því er ég var sendisveinn í Melabúðinni, þeysandi um Melana, Hofsvallagötuna og Skjólin á svörtu 50 kílóa hjóli með varninginn ávallt að framan, þegar Hreinn og Þorbjörg áttu hana og ráku. Þetta mun hafa verið seint og eða snemma á óræðum áratug á síðustu öld og lífið einhvernveginn einfaldara en það er í dag. Kjörís var að komast á koppinn á þessum tíma og hægt að kaupa græna frostpinna í fyrsta sinn, með spýtu úr plasti í miðjunni, sem hægt var að búa til nánast hvað sem var, úr.

Ekki misskilja mig og ætla að ég sé talsmaður afturhvarfs til fyrri hátta. Duglegt fólk eins og Helgi í Góu, Hafsteinn í Kjörís og fleiri, eru undirstaða alls sem rúllaði samfélaginu áfram. Fólk sem þorði. Fólk sem lét ekkert aftra sér. Gæti líka nefnt Óla í Olís, sem brá "glímubrögðum"á þá sem töldu sig eiga allt og að allt væri "Planað" fyrir "þeirra" framtíð.

Fyrir mér er Helgi í Góu samnefnari hins eina sanna, duglega manns, sem  rúllaði samfélaginu áfram óumbeðinn, sökum áræðni og eftirfylgni. Dugnaður, þrái og eftirfylgni eigin sannfæringar og ágætis og því besta sem býðst. Maður sem þorir, þegar aðrir þegja, maður sem kyngir, jafnvel ókyngjanlegum harmleikjum og kögglum í eigin lífi, en gefur samt gleði.

Sannarlega góður maður, Helgi í Góu.

Takkk fyrir að vera til, kúturinn minn og megi framtíðin ala fleiri slíka, sem þína.

Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


mbl.is Lágmarkskrafa að njóta ævikvöldsins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband