Fáránleg kauphöll!

Fátt er dapurlegra, nú um stundir, á botni allsherjarafhroðs efnahagslífs Íslands, en að lesa daglegar fréttir af fáránlegum viðskiptum í Kauphöll (Hrunhöll) Íslands.
2,8 milljónir voru notaðar í þessum svokölluðu "kauphallarviðskiptum" í dag. Duga 2,8 milljóna viðskipti virkilega til þess að verðleggja fyrirtæki sem að "viturra" manna sögn, séu milljarða virði?
Er nema von að illa fari fyrir hagkerfum, sem horfa til kauphallarviðskipta sem grunns alls efnahagslífs?
Hvurs konar rugl er þetta eiginlega? Skelfing er einhver svona 2005 fnykur af svona fréttum og þar fyrir utan....."Who gives a shit!' ( Afsakið orðbragðið.)

Já og góðar stundir, hér eftir sem hingað til kæru landsmenn.


mbl.is Lítil viðskipti og lækkanir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Heill og sæll Halldór Egill; æfinlega !

Og; ekki er nóg með það, síðan er Páll þessi Harðarson, Kauphallar fígúra - eins og ómerkt fuglahræða í snörpum vindi, austur á Fagurhólsmýrar söndum.

Með beztu kveðjum; sem jafnan, úr Árnesþingi /

Óskar Helgi Helgason (IP-tala skráð) 16.7.2012 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband