Fáránleikinn staðfestur.

 Enn á ný opinberast vafasamar aðferðir Hafró, við að mæla "stofnstærð" fiskistofna við Ísland. Niðurstöður slíkra "rannsókna" sem framkvæmdar eru af vanefnum, tímaskorti og fleiri þáttum, geta aldrei orðið áræðanlegar. Fíflagangurinn kostar þjóðarbúið milljarða á ári og sjálfsagt tugi, ef ekki hundruði milljarða, síðastliðna áratugi. Eflaust er eins farið með mælingar á öðrum stofnum, svosem þorski, grálúðu og fleiri tegundum. Ef ekki er til fyrir olíu, eða veðrið vont, er samt sem áður gefinn út kvóti, sem fávísir og oft á tíðum vanhæfir ráðherrar, eins og sú er nú situr, setja á, án nokkurra spurninga eða frekari óska um upplýsingar, annarsstaðar frá. Niðurstöður úr "hálfleiðöngrum" teknar trúanlegar og málið er dautt. Algert vanhæfi frá a til ö.

Að Hafró sé síðan að fara fram á að fá nýtt skip í viðbót, er með ólíkindum. Þessi stofnun ætti ekki að eiga eitt einasta skip, heldur leigja skip úr flotanum til þeirra örfáu verkefna, sem stofnunin sinnir á hafi úti. Það eru næg skip vel til þess fallin, sem ekki eru að allt árið og auðvelt að fá leigt. Frá því nýjastas skip Hafró kom til landsins, hefur það legið við bryggju eða í viðgerðum i yfir 70% af tímanum, með mannskap á fullum launum. Er á þá vitleysu bætandi?

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is 25 milljónir verða 15 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 20. febrúar 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband