Algerlega galið skipulag!

 Í dag er ástandið þannig á Skeifusvæðinu, að allt er þar komið að þolmörkum. Bílastæði eru ekki næg á álagstímum. Götur eru allflestar hálfónýtar, sökum herfilegs eða jafnvel einskis viðhalds og nú skal fækka bílastæðum og auka fermetrafjöldann um þúsundir! Afleiðing þess verður aðeins ein.: Það nennir enginn að leggja leið sína á þetta svæði lengur og allflestir, sem þarna reka fyrirtæki, munu fara annað.

 Þetta nýjasta útspil sveimhuganna í borgarstjórn Reykjavíkur er enn eitt dæmið um verleikafirringu og óráðsíuþvæluna, sem einkennt hefur stjórn höfuðborgarinnar undanfarin ár.

 Nýlega var sambærileg þvæla kynnt varðandi Kringlureitinn, þar sem íbúðir skal byggja alveg upp að helstu umferðaræðum. Fólk getur í framtíðarsýn borgarstjórnarmeirihlutans dundað sér við að skoða heimili fólks, meðan það staldrar við á rauðu ljósi, svo dæmi sé tekið. Það "eina" sem þessar mannvitsbrekkur áttu eftir að finna út úr, var hvernig fólk kæmist yfir höfuð að og frá svæðinu, en það er náttúrulega aðeins "spennandi verkefni" í hugum þessara bjálfa.

 Ef horft er handan Suðurlandsbrautar, norðan Skeifusvæðisins, má sjá blokkir sem standa með því, er að manni sýnist, eðlilegu millibili. Þar hlýtur að vera hægt að troða fjórum til viðbótar, samkvæmt þessarari rakalausu andskotans þvælu.

 "Komin með landakort af framtíðinni" hljómar rosalega hipp og kúl, en Krulli og Holuhjálmar verða vonandi hvergi nærri þeirri framtíð. 

 Reykvíkingar bera vonandi gæfu til þess að losa sig við þessa amlóða í næstu kosningum.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.


mbl.is „Komin með landakort að framtíðinni“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. desember 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband