ANDSKOTANS Skoðanakannanir !

 Biðst innilega forláts, á mjög svo "ódannaðri" fyrirsögn, en nú er svo komið, að jafnvel tuðarinn er alveg búinn að fá nóg af því, hve svokallaðar "skoðanakannanir" spila stóra rullu í kosningabaráttunni.

 Hringt er í nokkur hundruð hræður og niðurstöðunni varpað út í loftið, "med det samme". Fréttamenn hafa ekki einu sinni fyrir því lengur að tilgreina, hve margir voru spurðir, hve margir tóku afstöðu, eða neituðu að svara. Síðan veður fjölmiðlaliðið í stjórnmálaforingjana, sem ýmist tárast af gleði, eða falla saman, í "varnarsigri" yfir fylginu eða hruninu og umræðan snýst ekki um neitt annað en ANDSKOTANS skoðanakannanir. Samkvæmt þessum déskotans könnunum eru fjölmiðlar búnir að mynda næstu ríkisstjórn, svona að mestu, með endalausum endurtekningum á niðurstöðum einhverra kannana.

 Ég er kjósandi. Ég vil fá upplýsingar um hvað frambjóðendur og flokkar hafa fram að færa. Ekki endalaust blaður og froðu fréttamiðla og manna og kvenna, sem gaspra og gapa eftir könnunum.

 Blaða og fréttamennsku hefur hrakað gífurlega. Fréttamenn virðast, í allt of miklum mæli, vera orðnir páfagaukar, eða annað þaðan af neðar í IQ. (Greind)

 Áreiti er mikið í umræðunni þessa dagana og hefur kynferðislegt áreiti verið þar mest til umræðu. Illvígt áreiti, sem hárrétt er að kveða í kútinn, með öllum ráðum.

 Kjósendaáreiti er einnig slæmt og kominn tími til að fjölmiðlar átti sig á því og drullist til að gerast fjölmiðlar á ný, en ekki haga sér eins og ömurlegustu kynferðisáreitisbjálfar, gagnvart kjósendum.

 Kjósendur eru fólk, sem á skilið að við þá sé rætt af fréttamiðlum á jafnréttisgrundvelli, en ekki könnunum, sem "einhver" framkvæmir.

 Girðið ykkur í brók.

 Taki til sín, sem eiga.

 Góðar stundir, með kveðju að sunnan.

 


Bloggfærslur 21. október 2017

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband